Tíska og hönnun

H&M kynnir Billie Eilish línu og Snapchat filter

Grafíkina má einnig finna sem filter á Snapchat.
Grafíkina má einnig finna sem filter á Snapchat. Mynd/H&M

H&M er að senda frá sér sína fyrstu „merch“ línu, oft nefnt tónleikavarningur. Línan var hönnuð fyrir Billie Eilish sem er ein af skærustu tónlistarstjörnunum í heiminum í dag. Varningurinn samanstendur af víðum flíkum með einkennismerkjum söngkonunnar en herferðina fyrir línuna gerði förðunarfræðingurinn og listamaðurinn Ines Alpha. en grafíkin sem einkennir línuna má einning finna á Snpachat sem filter. Billie Eilish varninginn fer í sölu á Íslandi rétt fyrir áramót, en línan verður fáanleg í H&M í Kringlunni og í Smáralind.

Billie Eilish er ein vinsælasta tónlistarstjarna í heimi um þessar mundir. Mynd/Getty

„Við erum ótrúlega spennt fyrir þessari línu. Billie Eilish er magnaður listamaður en líka manneskja sem ótal margir líta upp til og er þeim fyrirmynd, ekki síst þegar kemur að stíl og hvernig hún tjáir sig í gegnum tískuna. Við vildum gera aðdáendum hennar kleift að tengjast Eilish enn betur og fá útrás fyrir tjáningarfrelsinu, rétt eins og Eilish sjálf gerir svo snilldarlega vel” segir yfirhönnuður Divided hjá H&M, Emily Bjorkheim.

Myndir/H&M

„Billie Eilish kom fram á sjónarsviðið árið 2016 og er í dag ein stærsta og áhrifamesta stjarnan í tónlistarheiminum. H&M varningurinn samanstendur af einkennismerkjum Eilish og endurspeglar hennar persónulega stíl sem eru víð snið, stórir stuttermabolir, hettupeysur, stuttir og víðir kjólar og buxur í afslöppuðu sniði. Í heildina litið er línan afslöppuð en að sama skapi nútímaleg og töff. Allar flíkur í línunni eru úr efnum sem unnin eru á umhverfisvænari hátt, þá má helst nefna lífrænan bómull,” segir um þessa línu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.