Sport

Í beinni í dag: Domino's deildirnar og HM í pílu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Maciek og félagar í Njarðvík eru á góðu skriði.
Maciek og félagar í Njarðvík eru á góðu skriði. vísir/bára

Síðasta umferð Domino's deildar karla í körfubolta fyrir jólafrí klárast í kvöld og sýnir Stöð 2 Sport beint frá tveimur leikjum.

Keflvíkingar þurfa að komast aftur á sigurbraut eftir tap í síðustu umferð vilji þeir ekki missa Stjörnuna of langt frá sér í toppbaráttunni.

Þeir fá ÍR-inga í heimsókn en ÍR er aðeins tveimur stigum á eftir Keflavík í deildinni.

Þór frá Þorlákshöfn, liðið sem vann Keflavík í síðustu umferð, fer suður með sjó og reynir að stöðva sigurgöngu Njarðvíkinga. Njarðvík hefur unnið fimm leiki í röð í deildinni og er aðeins topplið Stjörnunnar á lengri sigurgöngu.

Domino's deild kvenna er komin í jólafrí og uppgjörsþáttur kvennadeildarinnar verður á dagskrá strax á eftir leik Njarðvíkurs og Þórs.

HM í pílukasti er enn í fullu fjöri og verður vel fylgst með gangi mála þar í dag.

Allar upplýsingar um dagskrá og beinar útsendingar má sjá á heimasíðu Stöðvar 2.

Beinar útsendingar á sportrásunum í dag:

12:30 HM í pílukasti, Sport 2

18:20 Keflavík - ÍR, Sport

19:00 HM í pílukasti, Sport 2

20:10 Njarðvík - Þór Þorlákshöfn, Sport

22:10 Domino's Körfuboltakvöld kvenna, Sport

02:30 Opna ástralska mótið, Stöð 2 Golf




Fleiri fréttir

Sjá meira


×