Sport

Tom Brady tapaði í nótt og afinn fékk ekki að nefna sonarsoninn sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Feðgarnir.
Feðgarnir. Skjámynd/Twitter/@darrenrovell
Það var mikið undir hjá einni fjölskyldu í gær þegar Houston Texans og New England Patriots mættust í Sunnudagskvöldleik NFL-deildarinnar.Feðgar voru nefnilega mættir á völlinn með tvö skilti sem voru leið veðmál þeirra um úrslit leiksins.Faðirinn vildi að barnabarnið yrði skírt Tom Brady eftir Tom Brady sexföldum meistara með New England Patriots.Sonur hans vildi hins vegar fá að velja sjálfur nafnið á soninn sinn. Þeir lögðu þetta undir í leiknum.Darren Rovell sagði frá þessu veðmáli feðganna á Twitter og sýndi jafnframt mynd af þeim sem sjá má hér fyrir ofan.Houston Texans vann New England Patriots í leiknum í nótt og það er því ekki nýr Tom Brady á leiðinni í þessari fjölskyldu.

Tengd skjöl

NFLFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.