Fær ekki milljónirnar fyrir stolnar handfærarúllur Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. desember 2019 09:54 Báturinn lá við bryggju í Njarðvíkurhöfn. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í vikunni tryggingafélagið Vörð af milljónakröfu smábátaeigandans Hafskips vegna þjófnaðar á handfærarúllum úr bát þess síðarnefnda. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að handfærarúllurnar féllu ekki undir þá tryggingu sem eigandi bátsins var með hjá félaginu. Smábátaeigandinn krafði tryggingafélagið um 4,3 milljónir í bætur með vöxtum. Hann krafðist bótanna úr svokallaðri smábátatryggingu sem hann var með hjá Verði frá 1. júlí 2016 til 31. desember 2016.Tóku handfærarúllurnar, verkfæri og björgunargallaÍ dómi segir að málsatvik séu óumdeild. Farið var um borð í bát stefnanda í lok desember 2016, þar sem báturinn lá við bryggju í Njarðvíkurhöfn og fjarlægðar þaðan m.a. sex handfærarúllur sem voru á dekki bátsins. Þá var lás á skorsteinshúsi bátsins klipptur í sundur en handfærarúllurnar voru tengdar við rafmagnstöflu sem var inni í skorteinshúsinu. Þá voru einnig tekin verkfæri og tveir björgunargallar. Tryggingafélagið féllst á greiðslu bóta vegna verkfæranna og björgunargallans en hafnaði bótaskyldu vegna handfærarúllanna, með þeim röksemdum að bótaskyldan tæki ekki til veiðarfæra. Handfærarúllurnar „úti“ og því ekki stolið við innbrot Stefnandi skaut ákvörðun tryggingafélagsins til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum árið 2017. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að þar sem handfærarúllurnar hefðu verið „úti“ hefði þeim ekki verið stolið við innbrot og félli þjófnaður á þeim því ekki undir bótasvið í skilmálum stefnda. Stefnandi ætti því ekki rétt á bótum úr smábátatryggingunni vegna þessa. Stefnandi taldi hins vegar að handfærarúllur falli undir bótasvið tryggingarinnar. Handfærarúllur séu ein tegund vinda og því falli þær undir skilmálana. Þá benti hann einnigá að handfærarúllur væru fastar við bátinn og því hluti af bát og fylgifé hans. Dómurinn leit að endingu svo á að vátryggingin tæki ekki til handfærarúlla þeirra sem í málinu greinir. Þær teljist ótvírætt til veiðafæra og geti ekki talist til fylgifjár bátsins miðað við texta vátryggingaskilmálanna. Tryggingafélagið var því sýknað af kröfum stefnda í málinu. Málskostnaður á milli aðila féll niður. Dómsmál Sjávarútvegur Tryggingar Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í vikunni tryggingafélagið Vörð af milljónakröfu smábátaeigandans Hafskips vegna þjófnaðar á handfærarúllum úr bát þess síðarnefnda. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að handfærarúllurnar féllu ekki undir þá tryggingu sem eigandi bátsins var með hjá félaginu. Smábátaeigandinn krafði tryggingafélagið um 4,3 milljónir í bætur með vöxtum. Hann krafðist bótanna úr svokallaðri smábátatryggingu sem hann var með hjá Verði frá 1. júlí 2016 til 31. desember 2016.Tóku handfærarúllurnar, verkfæri og björgunargallaÍ dómi segir að málsatvik séu óumdeild. Farið var um borð í bát stefnanda í lok desember 2016, þar sem báturinn lá við bryggju í Njarðvíkurhöfn og fjarlægðar þaðan m.a. sex handfærarúllur sem voru á dekki bátsins. Þá var lás á skorsteinshúsi bátsins klipptur í sundur en handfærarúllurnar voru tengdar við rafmagnstöflu sem var inni í skorteinshúsinu. Þá voru einnig tekin verkfæri og tveir björgunargallar. Tryggingafélagið féllst á greiðslu bóta vegna verkfæranna og björgunargallans en hafnaði bótaskyldu vegna handfærarúllanna, með þeim röksemdum að bótaskyldan tæki ekki til veiðarfæra. Handfærarúllurnar „úti“ og því ekki stolið við innbrot Stefnandi skaut ákvörðun tryggingafélagsins til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum árið 2017. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að þar sem handfærarúllurnar hefðu verið „úti“ hefði þeim ekki verið stolið við innbrot og félli þjófnaður á þeim því ekki undir bótasvið í skilmálum stefnda. Stefnandi ætti því ekki rétt á bótum úr smábátatryggingunni vegna þessa. Stefnandi taldi hins vegar að handfærarúllur falli undir bótasvið tryggingarinnar. Handfærarúllur séu ein tegund vinda og því falli þær undir skilmálana. Þá benti hann einnigá að handfærarúllur væru fastar við bátinn og því hluti af bát og fylgifé hans. Dómurinn leit að endingu svo á að vátryggingin tæki ekki til handfærarúlla þeirra sem í málinu greinir. Þær teljist ótvírætt til veiðafæra og geti ekki talist til fylgifjár bátsins miðað við texta vátryggingaskilmálanna. Tryggingafélagið var því sýknað af kröfum stefnda í málinu. Málskostnaður á milli aðila féll niður.
Dómsmál Sjávarútvegur Tryggingar Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira