Fyrsta tap Juventus kom gegn Lazio

Arnar Geir Halldórsson skrifar
vísir/getty
Óhætt er að segja að toppbaráttan í ítölsku úrvalsdeildinni hafi opnast upp á gátt í kvöld þegar Lazio gerði sér lítið fyrir og lagði ríkjandi meistara Juventus. Fyrsta tap meistaranna á tímabilinu til þessa og eru þeir nú tveimur stigum á eftir toppliði Inter.

Það blés þó byrlega fyrir meisturunum því Cristiano Ronaldo kom Juve yfir á 25.mínútu. Luiz Felipe jafnaði metin fyrir Lazio á lokamínútu fyrri hálfleiks en í síðari hálfleik var komið að Lazio að taka yfir.

Juan Cuadrado fékk að líta rauða spjaldið á 69.mínútu og heimamenn voru ekki lengi að nýta sér liðsmuninn því Sergej Milinkovic-Savic kom Lazio í forystu á 74.mínútu.

Skömmu síðar var vítaspyrna dæmd á Wojciech Szczesny og fékk Ciro Immobile því kjörið tækifæri til að gera út um leikinn. Szczesny hins vegar varði vítaspyrnu Immobile og gerði sér lítið fyrir og varði einnig frákastið frá Immobile. Juve því enn inn í leiknum.

Felipe Caicedo gulltryggði hins vegar sigur heimamanna á lokamínútu uppbótartímans og 3-1 sigur Lazio staðreynd.

Úrslitin þýða að Lazio er nú þremur stigum á eftir Juventus.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira