Sport

Í beinni í dag: Toppslagur á Spáni og stórleikur á Hlíðarenda

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Úr leik liðanna í fyrra
Úr leik liðanna í fyrra vísir

Fullveldisdagurinn er haldinn hátíðlegur á Stöð 2 Sport í dag. Alls verða þrettán beinar útsendingar á sportrásunum.

Dagurinn hefst á Alfred Dunhill mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi áður en röðin kemur að evrópska fótboltanum og Formúlu kappakstrinum í Abu Dhabi.

Það verður stórleikur í Domino's deild kvenna þegar Valur og KR mætast en þau mættust í undanúrslitum deildarinnar síðasta vor. Þá mætast KA og Afturelding í Olísdeild karla.

Annar stórleikur er á dagskrá þegar Atletico Madrid og Barcelona mætast í La Liga deildinni. Atletico verður að vinna til þess að halda sér í toppbaráttunni og með sigri jafnar Barcelona Real Madrid að stigum á toppi deildarinnar.

NFL verður á sínum stað á Stöð 2 Sport 2. Fyrri leikur dagsins er viðureign Baltimore Ravens og San Francisco 49ers áður en Kansas City Chiefs tekur á móti Oakland Raiders.

Allar upplýsingar um beinar útsendingar og dagskrá má sjá á heimasíðu Stöðvar 2.

Beinar útsendingar í dag:
09:30 Alfred Dunhill Championship, Stöð 2 Golf
10:55 Sevilla - Leganes, Sport 3
11:25 Juventus - Sassuolo, Sport
12:50 Formúla 1, Sport 2
13:00 Opna spænska mótið, Sport 4
13:55 Parma - AC Milan, Sport
16:50 KA - Afturelding, Sport
16:50 Valur - KR, Sport 3
16:55 Napólí - Bologna, Sport 4
17:55 Baltimore Ravens - San Francisco 49ers, Sport 2
19:40 Hellas Verona - Roma, Sport 3
19:55 Atletico Madrid - Barcelona, Sport
21:20 Kansas City Chiefs - Oakland Raiders, Sport 2Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.