Sport

Enginn af boxdómurunum á ÓL 2016 fær að dæma í Tókýó

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Írski hnefaleikakappinn Michael Conlan tapaði á afar umdeildan hátt á Ólympíuleikunum í Ríó.
Írski hnefaleikakappinn Michael Conlan tapaði á afar umdeildan hátt á Ólympíuleikunum í Ríó. vísir/getty
Enginn af þeim 36 dómurum sem dæmdu í hnefaleikakeppni Ólympíuleikanna í Ríó 2016 dæmir á leikunum í Tókýó á næsta ári. Alþjóða Ólympíunefndin komst að þessari niðurstöðu.Dómgæslan í Río þótti undarleg í meira lagi og margir dómaranna voru sendir heim í kjölfarið.Írinn Michael Conlan, sem tapaði bardaga sem hann virtist hafa unnið, gekk svo langt að segja að hann hafi verið rændur sigri. Fleiri hnefaleikakappar höfðu svipaða sögu að segja.Allir dómararnir á Ólympíuleikunum í Tókýó verða að standast kröfur Alþjóða hnefaleikasambandsins.Til að auka gagnsæi verða niðurstöður dómara eftir hverja lotu birtar á stórum skjá í höllinni þar sem hnefaleikakeppnin fer fram í Tókýó.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.