Sport

Enginn af boxdómurunum á ÓL 2016 fær að dæma í Tókýó

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Írski hnefaleikakappinn Michael Conlan tapaði á afar umdeildan hátt á Ólympíuleikunum í Ríó.
Írski hnefaleikakappinn Michael Conlan tapaði á afar umdeildan hátt á Ólympíuleikunum í Ríó. vísir/getty

Enginn af þeim 36 dómurum sem dæmdu í hnefaleikakeppni Ólympíuleikanna í Ríó 2016 dæmir á leikunum í Tókýó á næsta ári. Alþjóða Ólympíunefndin komst að þessari niðurstöðu.

Dómgæslan í Río þótti undarleg í meira lagi og margir dómaranna voru sendir heim í kjölfarið.

Írinn Michael Conlan, sem tapaði bardaga sem hann virtist hafa unnið, gekk svo langt að segja að hann hafi verið rændur sigri. Fleiri hnefaleikakappar höfðu svipaða sögu að segja.

Allir dómararnir á Ólympíuleikunum í Tókýó verða að standast kröfur Alþjóða hnefaleikasambandsins.

Til að auka gagnsæi verða niðurstöður dómara eftir hverja lotu birtar á stórum skjá í höllinni þar sem hnefaleikakeppnin fer fram í Tókýó.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.