Íslenski boltinn

Gunnar Nielsen áfram hjá FH

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gunnar Nielsen verður áfram í Hafnarfirði
Gunnar Nielsen verður áfram í Hafnarfirði vísir/bára

Gunnar Nielsen verður áfram í herbúðum FH en hann framlengdi samning sinn við félagið í dag.

Mikið hefur verið rætt um framtíð Gunnars, en hann missti sæti sitt í byrjunarliði FH síðasta sumar eftir að hann meiddist. Daði Freyr Arnarson tók við af Gunnari í meiðslunum og stóð sig svo vel í markinu að færeyski landsliðsmarkvörðurinn þurfti að sitja á bekknum.

Gunnar skrifaði undir samning við FH sem gildir til 2021. Hann hefur verið hjá FH síðustu ár en spilaði áður með Stjörnunni árið 2015.

FH varð í þriðja sæti Pepsi Max deildarinnar í haust, Gunnar spilaði þrjá af deildarleikjum FH á síðasta tímabili.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.