Innlent

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar

Töluverð fjölgun hefur orðið á útgáfu Útlendingastofnunar á au-pair leyfum á síðustu árum, sérstaklega til Filippseyinga. Dæmi eru um að brotið hafi verið á rétti fólksins og hefur lögregla kannað aðstæður á heimilum þar sem það dvelur. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig verður greint frá bið fólk eftir sálfræðingum víða um land. Biðin er frá nokkrum vikum upp í heilt ár.

Fjallað verður um unglingadrykkju á höfuðborgarsvæðinu, vísbendingar eru um að drykkjan sé að aukast að sögn fagfólks. Tilfellum hefur til að mynda fjölgað þar sem börn í efri bekkjum grunnskóla hafa verið drukkin á skólaböllum.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.