Innlent

Sérstök umræða um spillingu verður á Alþingi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Samherjafólk skálar fyrir namibískum gestum sínum í Íslandsferð í október árið 2012. Píratar óskuðu eftir sérstakri umræðu á Alþingi um spillingu í gærkvöldi í kjölfar fréttaflutnings af meintum lögbrotum Samherja í Afríku.
Samherjafólk skálar fyrir namibískum gestum sínum í Íslandsferð í október árið 2012. Píratar óskuðu eftir sérstakri umræðu á Alþingi um spillingu í gærkvöldi í kjölfar fréttaflutnings af meintum lögbrotum Samherja í Afríku. wikileaks
Sérstök umræða um spillingu verður  á Alþingi á morgun að loknum óundirbúnum fyrirspurnartíma.Þetta var ákveðið á fundi þingflokksformanna með forseta þingsins, Steingrími J. Sigfússyni, í kvöld. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun taka þátt í umræðunum.Það voru Píratar sem óskuðu eftir því í gærkvöldi að sérstök umræða um spillingu færi fram á Alþingi en það gerðu þeir í kjölfar fréttaflutnings Stundarinnar og Kveiks af mútugreiðslum og skattaundanskotum Samherja í Namibíu.Hefur umfjöllunin vakið mikla athygli og hörð viðbrögð, meðal annars hjá þingmönnum og ráðherrum.Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir í samtali við Vísi að á fundi þingflokksformanna með forseta í kvöld hafi verið ákveðið að umræðan færi fram að loknum óundirbúnum fyrirspurnatíma og síðan yrði lokið við aðra umræðu fjárlaga næsta árs.Þingfundur hefst klukkan 10:30 á morgun.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.