Fótbolti

Zlatan yfir­gefur Galaxy: „Nú getið þið farið aftur að horfa á hafna­bolta“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zlatan í leik með Galaxy.
Zlatan í leik með Galaxy. vísir/getty
Zlatan Ibrahimovic verður ekki áfram í herbúðum LA Galaxy en þetta tilkynnti hann á Twitter síðu sinni nú undir kvöld.Samningur Svíans við bandaríska liðið var runninn út en hann hefur nú legið undir feldi í nokkurn tíma um hvort að hann verði áfram í Bandaríkjunum eður ei.Nú hefur hann ákveðið að halda áfram með feril sinn og skrifa hann á Twitter-síðu sína að nú haldi sagan áfram.Óvíst er hvar hinn 38 ára gamli Svíi spilar næst en hann hefur verið orðaður við bæði Ítalíu og England. Hann er þó ekki á leiðinni til Manchester United.Zlatan gat ekki tilkynnt ákvörðun sína nema senda smá pillu en hann skrifaði að Bandaríkjamenn gætu nú „farið að horfa aftur á hafnabolta.“Zlatan gekk í raðir LA Galaxy árið 2018 og skoraði 62 mörk í 116 leikjum fyrir félagið.

Tengd skjöl

MLSFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.