Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segist ekki útiloka að eitthvað hafi verið óæskilegt í starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. Þorsteinn fundaði með starfsfólki fyrirtækisins á Akureyri í dag og ræddi við fréttamann okkar.

Ítarlegt viðtal við Þorstein verður í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Samherjamálið var í forgrunni í umræðum á Alþingi í dag. Þingmaður Pírata segir spillingu á Íslandi víðfeðma og vel skjalfesta. Forsætisráðherra segir margt hafa breyst  frá hruni og það verði ekki liðið að íslensk fyrirtæki brjóti lög og reglur hvorki innanlands né utan.

Við tökum einnig stöðuna á kjaraviðræðum blaðamanna og flóðum í Feneyju. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og vísis klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.