Innlent

Hrís­grjón, rósa­blöð og kerti á bann­lista í Þing­valla­kirkju

Sylvía Hall skrifar
Þingvallakirkja var reist árið 1859 og er öll úr timbri. Því er ekki nema von að gestir þurfi að fara gætilega.
Þingvallakirkja var reist árið 1859 og er öll úr timbri. Því er ekki nema von að gestir þurfi að fara gætilega. Vísir/Vilhelm

Ekki er heimilt að dreifa hrísgrjónum, confetti, rósablöðum eða öðru álíka í Þingvallakirkju eða fyrir utan hana. Þá er öll neysla veitinga bönnuð í kirkjunni. Þetta er á meðal þess sem samþykkt var í nýjum umgengnisreglum Þingvallakirkju á fundi Þingvallanefndar í gær.

Óheimilt verður að kveikja á kertum innandyra nema á altari kirkjunnar og óheimilt er að tendra kerti utandyra en þær reglur eru settar í kjölfar atviks sem varð í kirkjunni þann 4. október síðastliðinn þegar jakki kirkjugests varð alelda í miðri athöfn. Atvikið átti sér stað þegar þýsk og frönsk brúðhjón gengu í hjónaband og var það faðir brúðarinnar sem lenti í þessu óheppilega atviki.

Sjá einnig: Prestur bjargaði föður brúðarinnar þegar jakkinn varð alelda í miðri athöfn

Í nýjum umgengnisreglum kirkjunnar eru skreytingar óheimilar nema með samþykki þjóðgarðsvarðar eða sóknarprests og mun starfsmaður hér eftir standa vörð um kirkjuna á meðan athöfn stendur til þess að forðast ágang ferðamanna sem liggja á gluggum eða reyna að fara inn í kirkjuna.

Fram til þessa hafa ekki verið formfastar reglur um umgengni í kirkjunni og verklag aðeins falist í því að gera kirkjuna klára fyrir athöfn. Eftirlit með nýjum umgengnisreglum Þingvallakirkju verður nú hluti af verklagi starfsmanna kirkjunnar.
 


Tengdar fréttir

Ferðamenn leggja mikið á sig fyrir hjónavígslur á Íslandi

Árlega færist það í vöxt að erlendir ferðamenn kjósi að gifta sig hér á landi. Þá er náttúran í forgrunni og athafnir ýmist úti eða í kirkjum á fallegum stað. Hjón geta gefið fé til kirkjunnar sem það giftir sig í.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.