Innlent

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg fannst á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Á myndinni sjást jarðskjálftar á landinu síðustu 48 klst. Þá sést að jarðskjálftar sem voru stærri en 3,0 mældust suðvestur af Reykjanesi. Skjáskotið var tekið klukkan 14:10.
Á myndinni sjást jarðskjálftar á landinu síðustu 48 klst. Þá sést að jarðskjálftar sem voru stærri en 3,0 mældust suðvestur af Reykjanesi. Skjáskotið var tekið klukkan 14:10. skjáskot/veðurstofa íslands

Jarðskjálftahrina hófst í morgun á Reykjaneshrygg og upp úr hádegi mældust nokkrir skjálftar sem voru stærri en 3,0 að stærð á skömmum tíma.

Stærsti skjálftinn sem mældist var 4,4 að stærð og varð hann klukkan 13:17. Skjálftarnir voru staðsettir um 45 km. suðvestur af Reykjanesi.

Tugir minni skjálfta mældust í kjölfar stærri skjálftanna og hafa haldið áfram að mælast.

Tilkynningar hafa borist um að skjálftarnir hafi fundist á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi.

Skjálftar af þessari stærðargráðu mældust síðast á Reykjaneshrygg í júní 2018.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.