Innlent

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg fannst á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Á myndinni sjást jarðskjálftar á landinu síðustu 48 klst. Þá sést að jarðskjálftar sem voru stærri en 3,0 mældust suðvestur af Reykjanesi. Skjáskotið var tekið klukkan 14:10.
Á myndinni sjást jarðskjálftar á landinu síðustu 48 klst. Þá sést að jarðskjálftar sem voru stærri en 3,0 mældust suðvestur af Reykjanesi. Skjáskotið var tekið klukkan 14:10. skjáskot/veðurstofa íslands
Jarðskjálftahrina hófst í morgun á Reykjaneshrygg og upp úr hádegi mældust nokkrir skjálftar sem voru stærri en 3,0 að stærð á skömmum tíma.

Stærsti skjálftinn sem mældist var 4,4 að stærð og varð hann klukkan 13:17. Skjálftarnir voru staðsettir um 45 km. suðvestur af Reykjanesi.

Tugir minni skjálfta mældust í kjölfar stærri skjálftanna og hafa haldið áfram að mælast.

Tilkynningar hafa borist um að skjálftarnir hafi fundist á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi.

Skjálftar af þessari stærðargráðu mældust síðast á Reykjaneshrygg í júní 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×