Fótbolti

Gylfi klúðrað fjórum af síðustu sex vítum fyrir landsliðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi hefur átt erfitt uppdráttar á vítapunktinum.
Gylfi hefur átt erfitt uppdráttar á vítapunktinum. vísir/getty
Gylfa Þór Sigurðssyni brást bogalistin á vítapunktinum þegar Ísland vann Moldóvu, 1-2, í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2020 í gær.

Gylfi skoraði sigurmark Íslands á 65. mínútu. Átta mínútum fyrir leikslok fékk hann tækifæri til að skora annað mark sitt og þriðja mark Íslendinga úr vítaspyrnu. Alexei Koselev, markvörður Moldóvu, sá hins vegar við honum.

Hafnfirðingurinn hefur klúðrað fjórum af síðustu sex vítaspyrnum sínum með íslenska landsliðinu.

Gylfi skoraði úr fyrstu sex vítaspyrnunum sem hann tók fyrir landsliðið. Fyrsta landsliðsmarkið kom einmitt úr víti, í 5-3 tapi fyrir Portúgal 2011.

Hann klikkaði fyrst í 3-2 sigri á Finnlandi í undankeppni HM haustið 2016. Hann skaut þá í slá.

Gylfi skaut yfir úr vítaspyrnu í 2-0 tapi Íslands fyrir Nígeríu í Volgograd á HM 2018. Í næsta leik, gegn Króatíu, skoraði hann úr vítaspyrnu.

Í 2-0 sigrinum á Andorra 14. október 2019 varði Josep Gómes vítaspyrnu Gylfa. Hann klikkaði svo aftur á vítapunktinum í gær.

Gylfi hefur ekki bara átt í vandræðum á vítapunktinum með landsliðinu heldur einnig með Everton. Á síðasta tímabili klikkaði hann á þremur vítaspyrnum í ensku úrvalsdeildinni.

Hann hefur alls klúðrað átta vítaspyrnum á ferlinum, þar af sex síðan í júní 2018.

Vítaspyrnur Gylfa fyrir landsliðið:

MARK 5-3 tap fyrir Portúgal 2011

MARK 2-0 sigur á Holland 2014

MARK 0-1 sigur á Hollandi 2015

MARK 4-2 tap fyrir Póllandi 2015

MARK 3-2 tap fyrir Noregi 2016

MARK 1-1 jafntefli við Ungverjaland 2016

SLÁIN 3-2 sigur á Finnlandi 2016

MARK 1-2 sigur á Kósóvó 2017

YFIR 2-0 tap fyrir Nígeríu 2018

MARK 1-2 tap fyrir Króatíu 2018

VARIÐ 2-0 sigur á Andorra 2019

VARIÐ 1-2 sigur á Moldóvu 2019


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×