Íslenski boltinn

Búið að raða niður í riðla í Lengjubikarnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Íslandsmeistarar KR eru ríkjandi Lengjubikarmeistarar
Íslandsmeistarar KR eru ríkjandi Lengjubikarmeistarar vísir/bára

Búið er að setja niður fyrstu drög að leikjaniðurröðun Lengjubikarsins í karla- og kvennaflokki en keppni hefst snemma á næsta ári.

Fyrsti leikur kvennamegin er settur 15 janúar næstkomandi en karlarnir hefja leik tæpum mánuði síðar eða þann 9.febrúar. 

24 lið skipa A-deild Lengjubikars karla en það eru liðin sem leika í tveimur efstu deildum Íslandsmótsins næsta sumar. Kvennamegin er A-deildin skipuð þeim sex liðum sem enduðu efst í Pepsi-Max deildinni á síðustu leiktíð.

Smelltu hér til að sjá alla riðla Lengjubikarsins 2020.

A-deild karla - Riðill 1
Afturelding
Breiðablik
ÍA
KR
Leiknir F.
Leiknir R.

A-deild karla - Riðill 2
Fram
Fylkir
KA
Keflavík
Magni
Víkingur R.

A-deild karla - Riðill 3
FH
Grindavík
Grótta
HK
Þór
Þróttur R.

A-deild karla - Riðill 4
Fjölnir
ÍBV
Stjarnan
Valur
Vestri
Víkingur Ó.

A deild kvenna
Breiðablik
Fylkir
Selfoss
Stjarnan
Valur
Þór/KAAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.