Innlent

Inn­brots­þjófar staðnir að verki í Kefla­vík

Atli Ísleifsson skrifar
Við öryggisleit á öðrum mannanna fundust nær 100 þúsund krónur.
Við öryggisleit á öðrum mannanna fundust nær 100 þúsund krónur. vísir/vilhelm
Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvo menn eftir að þeir voru staðnir að verki við að brjótast inn í íbúðarhús í Keflavík síðastliðinn föstudag.Í tilkynningu frá lögreglunni segir að mennirnir hafi komist inn með því að spenna upp glugga með skóflu. Sömuleiðis hafi svalahurð verið spennt upp.„Lögreglan á Suðurnesjum handtók annan manninn á vettvangi þar sem hann var að bera þýfi út úr húsinu. Hann fleygði því frá sér þegar hann varð lögreglu var. Hann játaði sök.Við öryggisleit á honum fundust nær 100 þúsund krónur og voru þær haldlagðar vegna gruns um að um væri að ræða illa fengið fé.Hinn maðurinn var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu og játaði hann einnig sök,“ segir í tilkynningunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.