Erlent

Hafði verið látinn í íbúð í Stokkhólmi í þrjú ár

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn bjó í Stokkhólmi.
Maðurinn bjó í Stokkhólmi. Vísir/getty
Karlmaður fannst látinn í íbúð í Södermalm-hverfinu í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, á mánudag. Talið er maðurinn hafi verið látinn í íbúðinni í þrjú ár áður en hann fannst.Lögregla í Stokkhólmi dregur ályktanir sínar m.a. af póstinum sem hafði borist manninum og matnum sem fannst í ísskáp hans. Þá er dagbók mannsins sögð benda til þess að hann hafi látist fyrir um það bil þremur árum.Grunsemdir vöknuðu meðal nágranna mannsins þegar ekkert hafði sést til hans í langan tíma. Nágrannarnir höfðu samband við leigusalann og síðar var haft samband við lögreglu. Haft er eftir Viktori Adolphsson, lögreglumanni í Södermalm, í miðlinum The Local að kveikt hafi verið á bæði ljósi og útvarpi þegar lögregla kom á vettvang.Maðurinn var nokkuð aldraður, að sögn lögreglu. Gengið er út frá því að andlát hans hafi ekki borið að með saknæmum hætti.Svipað mál kom upp á Spáni í síðasta mánuði. Þar komu lögregla og sjúkralið að konu látinni í íbúð í austurhluta Madrídar. Talið er að konan hafi látist 2004 og lík hennar því verið í íbúðinni í fimmtán ár.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.