Erlent

Hafði verið látinn í íbúð í Stokkhólmi í þrjú ár

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn bjó í Stokkhólmi.
Maðurinn bjó í Stokkhólmi. Vísir/getty

Karlmaður fannst látinn í íbúð í Södermalm-hverfinu í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, á mánudag. Talið er maðurinn hafi verið látinn í íbúðinni í þrjú ár áður en hann fannst.

Lögregla í Stokkhólmi dregur ályktanir sínar m.a. af póstinum sem hafði borist manninum og matnum sem fannst í ísskáp hans. Þá er dagbók mannsins sögð benda til þess að hann hafi látist fyrir um það bil þremur árum.

Grunsemdir vöknuðu meðal nágranna mannsins þegar ekkert hafði sést til hans í langan tíma. Nágrannarnir höfðu samband við leigusalann og síðar var haft samband við lögreglu. Haft er eftir Viktori Adolphsson, lögreglumanni í Södermalm, í miðlinum The Local að kveikt hafi verið á bæði ljósi og útvarpi þegar lögregla kom á vettvang.

Maðurinn var nokkuð aldraður, að sögn lögreglu. Gengið er út frá því að andlát hans hafi ekki borið að með saknæmum hætti.

Svipað mál kom upp á Spáni í síðasta mánuði. Þar komu lögregla og sjúkralið að konu látinni í íbúð í austurhluta Madrídar. Talið er að konan hafi látist 2004 og lík hennar því verið í íbúðinni í fimmtán ár.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.