Erlent

Notast við skömmtunar­kerfi í Nýju-Delí

Atli Ísleifsson skrifar
Skólum hefur verið lokað að minnsta kosti fram á þriðjudag.
Skólum hefur verið lokað að minnsta kosti fram á þriðjudag. Getty
Gríðarleg mengun er nú í indversku höfuðborginni Nýju-Delí og hafa yfirvöld gripið til þess ráðs að notast við skömmtunarkerfi þegar kemur að akstri bifreiða.

Bílar þar sem bílnúmerið er slétt tala mega þá aka einn daginn en bílar með oddatölunúmerum hinn daginn.

Óljóst er þó hvort þessi ráðstöfun dugi til að draga úr menguninni sem er langt yfir heilsuverndarmörkum. Þá hafa yfirvöld biðlað til fólks að það haldi sig innandyra og haldi hreyfingu í lágmarki, til að reyna ekki á öndunarfærin.

Skólum hefur verið lokað að minnsta kosti fram á þriðjudag en líklega verður lokunin framlengd alla þessa viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×