Barcelona mis­tókst að skora gegn Slavia Prag | Leipzig með annan fótinn í 16-liða úr­slitin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik kvöldsins.
Úr leik kvöldsins. vísir/getty
Barcelona gerði markalaust jafntefli við Slavía Prag á heimavelli í F-riðli Meistaradeildarinnar er liðin mættust á Spáni í kvöld.

Í leik liðanna fyrir tveimur vikum síðan mörðu Börsungar sigur og þeim beið einnig erfitt verkefni á heimavelli í kvöld.

Barcelona var mikið meira með boltann en gestirnir frá Slavía sem fengu þó sín færi í leiknum.

Besta færi leiksins fékk Lionel Messi er hann þrumaði boltanum í slánna en ekki náðu Börsungar að skora og lokatölur markalaust jafntefli.

Barcelona er á toppi riðilsins með átta stig, Dortmund og Inter með fjögur stig, en Slavía er á botninum með tvö stig.







Leipzig er komið í góða stöðu í G-riðlinum eftir 2-0 sigur á Zenit frá Pétursborg en Leipzig er á toppi riðilsins með níu stig.

Marcel Halstenberg virtist vera koma Leipzig yfir eftir stundarfjórðung en eftir skoðun í VARsjánni var hann dæmdur rangstæður.

Diego Demme kom Leipzig yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks og á 63. mínútu var það Marcel Sabitzer sem tvöfaldaði forystuna. Lokatölur 2-0.

Leipzig er með níu stig, Lyon og Zenit fjögur en Benfica á botninum með tvö.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira