Barcelona mis­tókst að skora gegn Slavia Prag | Leipzig með annan fótinn í 16-liða úr­slitin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik kvöldsins.
Úr leik kvöldsins. vísir/getty
Barcelona gerði markalaust jafntefli við Slavía Prag á heimavelli í F-riðli Meistaradeildarinnar er liðin mættust á Spáni í kvöld.Í leik liðanna fyrir tveimur vikum síðan mörðu Börsungar sigur og þeim beið einnig erfitt verkefni á heimavelli í kvöld.Barcelona var mikið meira með boltann en gestirnir frá Slavía sem fengu þó sín færi í leiknum.Besta færi leiksins fékk Lionel Messi er hann þrumaði boltanum í slánna en ekki náðu Börsungar að skora og lokatölur markalaust jafntefli.Barcelona er á toppi riðilsins með átta stig, Dortmund og Inter með fjögur stig, en Slavía er á botninum með tvö stig.Leipzig er komið í góða stöðu í G-riðlinum eftir 2-0 sigur á Zenit frá Pétursborg en Leipzig er á toppi riðilsins með níu stig.Marcel Halstenberg virtist vera koma Leipzig yfir eftir stundarfjórðung en eftir skoðun í VARsjánni var hann dæmdur rangstæður.Diego Demme kom Leipzig yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks og á 63. mínútu var það Marcel Sabitzer sem tvöfaldaði forystuna. Lokatölur 2-0.Leipzig er með níu stig, Lyon og Zenit fjögur en Benfica á botninum með tvö.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.