Sport

The Rock mun setja beltið utan um Diaz eða Masvidal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Steinar er mikill UFC-maður.
Steinar er mikill UFC-maður. vísir/getty

Það verður mikið um dýrðir í New York á laugardag er UFC 244 fer fram. The Rock, eða Steinar eins og hann er iðulega kallaður, verður á svæðinu og mun setja belti kvöldsins á annað hvort Nate Diaz eða Jorge Masvidal.

Þeir munu berjast um hið svokallaða BMF-belti sem stendur fyrir Baddest Motherfucker. Eftirsótt belti fyrir marga og í fyrsta sinn sem verður barist um það.

„Mér finnst þessi viðbót við íþróttina vera frábær,“ sagði Steinar eða Dwayne Johnson eins og hann kýs að kalla sig þessa dagana.

Hann er félagi Masvidal sem á hugmyndina og bað hann upprunalega um að setja beltið á sig ef hann vinnur. Nú mun Steinar gera það, sama hver vinnur.

Bardagakvöldið frábæra verður í beinni á Stöð 2 Sport.

MMA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.