Aukin kafbátaumferð Rússa „ekki góðar fréttir” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. október 2019 12:30 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er staddur á Norðurlandaráðsþingi í Stokkhólmi. norden.org/Magnus Fröderberg Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að aukin áhersla verði á nýstárlegar ógnir í skýrslu um aukið norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála sem væntanleg er á næsta ári. Hann segir aukna kafbátaumferð Rússa á norðurslóðum vera slæmar fréttir. Á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda í Borgarnesi í haust var ákveðið að gera nýja skýrslu um varnarsamstarf á Norðurlöndum, í anda skýrslu sem Thorvald Stoltenberg vann og kom út árið 2009. Á fundi utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi í gær náðist samstaða um að Birni Bjarnasyni, fyrrverandi ráðherra, verði falið að vinna nýja skýrslu sem miðað er við að verði tilbúin um mitt næsta ár. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kynnti áformin í ræðu sinni á Norðurlandaráðsþingi í gær.Sjá einnig: Nýjar tillögur um þróun norræns samstarfs um mitt næsta ár„Það er auðvitað mikill heiður bæði fyrir hann og okkur að hann skuli gera það og það náðist góð samstaða um þá tillögu mína,” segir Guðlaugur Þór. „Það sem hann mun vinna er bara í rauninni sambærileg vinna og Stoltenberg, það eru varnar- og öryggismálin í heild sinni en þá sérstaklega með sérstaka áherslu á þær ógnir sem að voru ekki þá en það tengist þá loftslagsmálunum og netöryggismálunum sérstaklega og sömuleiðis þeirri ógn sem stafar að alþjóðakerfinu sem við höfum byggt okkar samskipti og samvinnu á á undanförnum áratugum.”Aukin umsvif NATO við Ísland beintengd umsvifum Rússa Norska ríkissjónvarpið NRK greindi frá því á mánudag að undanfarna viku hafi umsvif rússneska kafbátaflotans sjaldan eða aldrei verið meiri síðan í kalda stríðinu. Rússneskir kafbátar hafi til að mynda reynt að komast óséðir út í Barnetshaf og Noregshaf frá heimahöfnum í Múmansk og fleiri stöðum. „Það eru ekki góðar fréttir fyrir okkur sem erum á Norður-Atlantshafi að það sé aukin hernaðarumsvif Rússa á þessum slóðum. Við höfum auðvitað séð mikla aukningu bara frá 2014, eða bara frá innlimun Krímskaga og þess vegna hafa umsvif NATO-ríkjanna og Bandaríkjanna verið miklu meiri á Íslandi því að það er í beinu samhengi við þessi auknu umsvif Rússa, þannig að það eru ekki góðar fréttir,” segir Guðlaugur Þór. Rússland Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að aukin áhersla verði á nýstárlegar ógnir í skýrslu um aukið norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála sem væntanleg er á næsta ári. Hann segir aukna kafbátaumferð Rússa á norðurslóðum vera slæmar fréttir. Á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda í Borgarnesi í haust var ákveðið að gera nýja skýrslu um varnarsamstarf á Norðurlöndum, í anda skýrslu sem Thorvald Stoltenberg vann og kom út árið 2009. Á fundi utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi í gær náðist samstaða um að Birni Bjarnasyni, fyrrverandi ráðherra, verði falið að vinna nýja skýrslu sem miðað er við að verði tilbúin um mitt næsta ár. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kynnti áformin í ræðu sinni á Norðurlandaráðsþingi í gær.Sjá einnig: Nýjar tillögur um þróun norræns samstarfs um mitt næsta ár„Það er auðvitað mikill heiður bæði fyrir hann og okkur að hann skuli gera það og það náðist góð samstaða um þá tillögu mína,” segir Guðlaugur Þór. „Það sem hann mun vinna er bara í rauninni sambærileg vinna og Stoltenberg, það eru varnar- og öryggismálin í heild sinni en þá sérstaklega með sérstaka áherslu á þær ógnir sem að voru ekki þá en það tengist þá loftslagsmálunum og netöryggismálunum sérstaklega og sömuleiðis þeirri ógn sem stafar að alþjóðakerfinu sem við höfum byggt okkar samskipti og samvinnu á á undanförnum áratugum.”Aukin umsvif NATO við Ísland beintengd umsvifum Rússa Norska ríkissjónvarpið NRK greindi frá því á mánudag að undanfarna viku hafi umsvif rússneska kafbátaflotans sjaldan eða aldrei verið meiri síðan í kalda stríðinu. Rússneskir kafbátar hafi til að mynda reynt að komast óséðir út í Barnetshaf og Noregshaf frá heimahöfnum í Múmansk og fleiri stöðum. „Það eru ekki góðar fréttir fyrir okkur sem erum á Norður-Atlantshafi að það sé aukin hernaðarumsvif Rússa á þessum slóðum. Við höfum auðvitað séð mikla aukningu bara frá 2014, eða bara frá innlimun Krímskaga og þess vegna hafa umsvif NATO-ríkjanna og Bandaríkjanna verið miklu meiri á Íslandi því að það er í beinu samhengi við þessi auknu umsvif Rússa, þannig að það eru ekki góðar fréttir,” segir Guðlaugur Þór.
Rússland Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira