Sport

Í beinni í dag: Sex tíma körfu­bolta­veisla, enskur fót­bolti og golf

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stjarnan og Grindavík verða bæði í eldlínunni í kvöld.
Stjarnan og Grindavík verða bæði í eldlínunni í kvöld. vísir/bára

Það er líflegur föstudagur framundan á sportrásum Stöðvar 2 en í kvöld er hægt að horfa á körfubolta, fótbolta og golf.

Klukkan 16.30 sýnir Stöð 2 Sport frá Bermúda-meistaramótinu en síðar í nótt verður svo bæði sýnt frá HSCBC meistaramótinu sem og LPGA-mótaröðinni, þeirra sterkustu í heimi.

Fimmtu umferðinni í Dominos-deild karla lýkur svo með tveimur leikjum en báðir verða þeir í beinni útsendingu í kvöld. Fyrri leikurinn er í Dalhúsum þar sem Fjölnir og Grindavík eigast við en bæði lið eru með tvö stig.

Það er svo stórleikur í Njarðvík þar sem heimamenn fáu stjörnuprýtt lið Stjörnunnar í heimsókn en bæði lið hafa verið í nokkrum vandræðum það sem af er leiktíð. Stjarnan er með fjögur stig en Njarðvík einungis tvö.

Domino’s Körfuboltakvöld er svo á sínum stað klukkan 22.10 þar sem Kjartan Atli Kjartansson og spekingar hans gera upp umferðina, bæði karla- og kvennamegin. Föstudagsskemmtun sem klikkar aldrei.

Fyrir þá sem vilja sinn skammt af fótbolta er ekkert að örvænta því það verður alvöru B-deildarslagur klukkan 19.40 er Barnsley og Bristol mætast. Barnsley er á botninum en Bristol í því sjötta.

Dagskrá dagsins sem og komandi daga má auðvitað sjá á heimasíðu Stöðvar 2.

Beinar útsendingar í dag:
16.30 Bermuda meistaramótið (Stöð 2 Golf)
18.20 Fjölnir - Grindavík (Stöð 2 Sport)
19.40 Barnsley - Bristol (Stöð 2 Sport 2)
20.10 Njarðvík - Stjarnan (Stöð 2 Sport)
22.10 Dominos Körfuboltakvöld (Stöð 2 Sport)
02.30 HSBC meistaramótið (Stöð 2 Sport)
04.00 LPGA meistaramótið (Stöð 2 Sport 4)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.