Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sjö rifflar í ætt við árásarrifla eru í umferð hér á landi og sé þeim breytt geta þeir verið stórhættulegir. Í máli sem kom upp á síðasta ári hafði slíkum riffli verið breytt og var þá orðinn sambærilegur þeim sem notaðir hafa verið í mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunum. Lögreglufulltrúi segir að mikla þekkingu og réttan tækjabúnað þurfi til þess að útbúa slíkt skotvopn.



Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Móðir drengs með vöðvarýrnunarsjúkdóm bindur vonir við að hann geti áfram gengið og mögulega bætt sig með tilraunameðferð sem hann mun gangast undir í Svíþjóð á næsta ári. Móðirin segir þau fara á eigin vegum til Svíþjóðar þar sem betur er hugað að fjölskyldum langveikra barna en hér heima. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum.



Við fylgjumst einnig áfram með Brexit og ræðum við íslenskan bankamann í London um áhrifin á viðskiptalífið. Þá verður fjallað um frumvarp Samfylkingar og Pírata að nýrri stjórnarskrá og eins verður rætt við forstjóra Landspítalans um niðurskurð á spítalanum.



Einnig verður rætt við veðurfræðing um vetrarveðrið fram undan og rýnt í nýja rannsókn um gönguhraða fólks. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.