Forseti Alþingis íhugar heimboð forseta rússnesku Dúmunnar Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2019 12:01 Steingrímur segist hafa átt stuttan fund með Volodin í gær enda ekkert því til fyrirstöðu að menn ræði saman á ráðstefnum sem þessum. Vísir/vilhelm Forseti Dúmunnar, rússneska þingsins, hefur boðið Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis að koma í formlega heimsókn. Steingrímur segir mikilvægt að halda samskiptaleiðum við Rússland opnum en ætlar að ráðfæra sig við íslensk stjórnvöld áður en hann tekur afstöðu til heimboðsins. Rússneska fréttastofan TASS greinir frá því að Vyacheslav Volodin forseti Dúmunnar hafi átt fund með Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis þar sem þeir sækja báðir ráðstefnu forseta þjóðþinga Evrópuráðsins í Strasbourg. Endurkoma Rússa með atkvæðarétt í Evrópuráðinu var samþykkt á þingi ráðsins í júní og var sú ákvörðun mjög umdeild, en þeir voru sviftir atkvæðarétti sínum eftir innlimun Krímskaga árið 2014. Evrópuráðið heldur upp á sjötíu ára afmæli sitt um þessar mundir en það er elsta stofnun Evrópu sem miðar að því að mannréttindi, lýðræði og almenn lög séu í heiðri höfð í álfunni. Steingrímur segist hafa átt stuttan fund með Volodin í gær enda ekkert því til fyrirstöðu að menn ræði saman á ráðstefnum sem þessum. „Jú, hann bauð mér í heimsókn og ég náttúrlega bara kurteisislega tók við því boði. En þáði það ekki heldur sagðist myndu skoða það og ráðfæra mig við stjórnvöld um það,“ segir Steingrímur.Mikilvægt að halda línum opnum Íslensk stjórnvöld hafa allt frá innlimun Rússa á Krímskaga tekið þátt í refsiaðgerðum Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins gegn Rússum sem þeir hafa meðal annars svarað með banni á innflutningi á íslenskum fiski og kjöti. Steingrímur segir samskipti við Rússa vandasöm við þessar aðstæður. „En að sama skapi er líka mikilvægt að menn haldi einhverjum línum opnum. Ég held að það sé fyrir Ísland, meðal annars vegna formennskunnar í Norðurheimskautaráðinu mikilvægt að við höldum opnum línum en gerum það af varfærni,“ segir forseti Alþingis. En það hafi verið stefnan bæði í Norðurheimskautaráðinu og Norðurlandaráði að reyna að halda stórveldapólitíkinni og deilum stórveldanna utan við og til hliðar við það samstarf. Hins vegar hafi Íslendingar lengst af átt í ágætum viðskiptasamskiptum við Sovétríkin sálugu og Rússland, sem hafi komið sér vel varðandi fiskútflutning þegar Íslendingar og Bretar áttu í landhelgisdeilum. Aðalumræðuefni þingforseta Evrópuráðs-ríkjanna í gær og í dag hafa verið framtíðarsýn þess til næstu 70 ára, þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna og staða kvenna í stjórnmálum í ljósi úttekta ráðsins og Alþjóðaþingmannasambandsins þar sem fram kemur að konur sæta í miklum mæli hótunum, kynferðisofbeldi og áreitni í stjórnmálum. „Og það voru miklar heitstrengingar um að forsetar þjóðþinga bæru náttúrlega mikla ábyrgð í þeim efnum. Að þingin væru öruggur og heilbrigður vinnustaður fyrir bæði kyn og fyrir alla,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Rússland Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Forseti Dúmunnar, rússneska þingsins, hefur boðið Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis að koma í formlega heimsókn. Steingrímur segir mikilvægt að halda samskiptaleiðum við Rússland opnum en ætlar að ráðfæra sig við íslensk stjórnvöld áður en hann tekur afstöðu til heimboðsins. Rússneska fréttastofan TASS greinir frá því að Vyacheslav Volodin forseti Dúmunnar hafi átt fund með Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis þar sem þeir sækja báðir ráðstefnu forseta þjóðþinga Evrópuráðsins í Strasbourg. Endurkoma Rússa með atkvæðarétt í Evrópuráðinu var samþykkt á þingi ráðsins í júní og var sú ákvörðun mjög umdeild, en þeir voru sviftir atkvæðarétti sínum eftir innlimun Krímskaga árið 2014. Evrópuráðið heldur upp á sjötíu ára afmæli sitt um þessar mundir en það er elsta stofnun Evrópu sem miðar að því að mannréttindi, lýðræði og almenn lög séu í heiðri höfð í álfunni. Steingrímur segist hafa átt stuttan fund með Volodin í gær enda ekkert því til fyrirstöðu að menn ræði saman á ráðstefnum sem þessum. „Jú, hann bauð mér í heimsókn og ég náttúrlega bara kurteisislega tók við því boði. En þáði það ekki heldur sagðist myndu skoða það og ráðfæra mig við stjórnvöld um það,“ segir Steingrímur.Mikilvægt að halda línum opnum Íslensk stjórnvöld hafa allt frá innlimun Rússa á Krímskaga tekið þátt í refsiaðgerðum Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins gegn Rússum sem þeir hafa meðal annars svarað með banni á innflutningi á íslenskum fiski og kjöti. Steingrímur segir samskipti við Rússa vandasöm við þessar aðstæður. „En að sama skapi er líka mikilvægt að menn haldi einhverjum línum opnum. Ég held að það sé fyrir Ísland, meðal annars vegna formennskunnar í Norðurheimskautaráðinu mikilvægt að við höldum opnum línum en gerum það af varfærni,“ segir forseti Alþingis. En það hafi verið stefnan bæði í Norðurheimskautaráðinu og Norðurlandaráði að reyna að halda stórveldapólitíkinni og deilum stórveldanna utan við og til hliðar við það samstarf. Hins vegar hafi Íslendingar lengst af átt í ágætum viðskiptasamskiptum við Sovétríkin sálugu og Rússland, sem hafi komið sér vel varðandi fiskútflutning þegar Íslendingar og Bretar áttu í landhelgisdeilum. Aðalumræðuefni þingforseta Evrópuráðs-ríkjanna í gær og í dag hafa verið framtíðarsýn þess til næstu 70 ára, þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna og staða kvenna í stjórnmálum í ljósi úttekta ráðsins og Alþjóðaþingmannasambandsins þar sem fram kemur að konur sæta í miklum mæli hótunum, kynferðisofbeldi og áreitni í stjórnmálum. „Og það voru miklar heitstrengingar um að forsetar þjóðþinga bæru náttúrlega mikla ábyrgð í þeim efnum. Að þingin væru öruggur og heilbrigður vinnustaður fyrir bæði kyn og fyrir alla,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Rússland Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira