Sport

Í beinni í dag: Fótbolti, formúla og NFL

Anton Ingi Leifsson skrifar
Chris Smalling, Tom Brady og Lewis Hamilton verða allir í beinni á sportrásum Stöðvar 2 í dag.
Chris Smalling, Tom Brady og Lewis Hamilton verða allir í beinni á sportrásum Stöðvar 2 í dag. vísir/getty
Boðið er upp á níu beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 í dag en þær verða frá knattspyrnu, NFL og úr formúlunni.

Dagurinn byrjar með útsendingu frá grannaslagnum í Wales þar sem Swansea og Cardiff mætast en bæði lið eru um miðja deild í ensku B-deildinni.

Við færum okkur svo yfir til Ítalíu, nánar tiltekið til SPAL, en SPAL er einungis með sex stig eftir átta leiki. Fiorentina hins vegar með tólf.

Það er svo stórleikur klukkan 17.00 er Roma og AC Milan mætast en bæði stórveldin hafa verið í vandræðum það sem af er leiktíð. Roma er í 7. sætinu en Milan í enn meiri vandræðum í 12. sætinu.

Boðið er upp á tvíhöfða í NFL-deildinni. Fálkarnir frá Atalanta mæta Sjóhaukunum frá Seattle og New England Patriots tekur á móti Cleveland Browns í kvöld.

Formúlan er á sínum stað en keppt er í Mexíkó um helgina. Lewis Hamilton getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn takist honum að fá 14 stigum meira en samherji sinn, Valtteri Bottas.

Allar beinar útsendingar dagsins má sjá hér að neðan sem og á heimasíðu Stöðvar 2.

Beinar útsendingar í dag:

11.55 Swansea - Cardiff (Stöð 2 Sport)

13.55 SPAL - Napoli (Stöð 2 Sport 2)

16.55 Atlanta Falcons - Seattle Seahawks (Stöð 2 Sport 2)

16.55 Roma - AC Milan (Stöð 2 Sport 3)

17.25 Sevilla - Getafe (Stöð 2 Sport 4)

18.50 Formúla 1 (Stöð 2 Sport)

19.40 Fiorentina - Lazio (Stöð 2 Sport 3)

19.55 Osasuna - Valencia (Stöð 2 Sport 4)

20.20 New England Patriots - Cleveland Browns (Stöð 2 Sport 2)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×