Sport

Í beinni í dag: Enski deildarbikarinn og topplið Evrópu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ver Manchester City titilinn?
Ver Manchester City titilinn? vísir/getty
Enski deildarbikarinn á sviðið á Stöð 2 Sport í kvöld ásamt evrópsku deildunum. Alls verður sýnt beint frá fimm leikjum á sportrásunum.

Englandsmeistarar Manchester City fá Southampton í heimsókn á Etihad völlinn í 16-liða úrslitum deildarbikarsins, eða Carabao bikarnum. City er ríkjandi deildarbikarmeistari.

Southampton fer inn í þennan leik með 9-0 tapið fyrir Leicester í úrvalsdeildinni um helgina á bakinu og vilja leikmennirnir líklegast bæta fyrir þann afhróður.

Gylfi Þór Sigurðsson verður einnig í eldlínunni með Everton, Watford mætir í heimsókn á Goodison Park.

Barcelona og Atletico Madrid eiga bæði möguleika á að ná toppsæti La Liga. Atletico mætir Deportivo á útivelli og fer á toppinn með sigri. Barcelona getur hins vegar tekið toppsætið af þeim með sigri á Real Valladolid á Nou Camp seinna um kvöldið.

Þá getur Inter gert það sama á Ítalíu, farið upp fyrir Juventus og á toppinn, með sigri á Brescia.

Allar upplýsingar um beinar útsendingar og dagskrá sportstöðvanna má sjá hér.

Beinar útsendingar á sportrásunum í kvöld:

17:55 Deportivo - Atletico Madrid, Sport 3

19:35 Manchester City - Southampton, Sport

19:35 Everton - Watford - Sport 2

19:55 Brescia - Inter, Sport 4

20:10 Barcelona - Real Valladolid, Sport 3




Fleiri fréttir

Sjá meira


×