Sport

Í bann fyrir að bera á sér brjóstin á hafnaboltaleik | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Julia Rose er hér fyrir utan völlinn.
Julia Rose er hér fyrir utan völlinn. mynd/instagram
Tvær konur hafa verið settar í bann á leikjum MLB-deildarinnar í hafnabolta en þær beruðu á sér brjóstin í leik fimm í World Series í Washington.

Þær voru með miða á góðum stað og því sást það í sjónvarpi er þær lyftu upp bolnum og beruðu sig. Þær heita Julia Rose og Lauren Summer. Báðar eru vinsælar á Instagram og voru að vekja athygli á sér og síðunni Shagmag TV. Þær sögðust einnig vera að vekja athygli á baráttunni gegn brjóstakrabbameini.

Þær hafa báðar fengið bréf frá MLB-deildinni þar sem þeim er tilkynnt að þær séu í lífstíðarbanni frá öllum völlum deildarinnar. Þriðja stúlkan var með í för en ekki sást í brjóst hennar í sjónvarpinu og því fékk hún ekkert bann.

Þær hafa gefið út myndband um þetta atriði sitt og það má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir

Astros einum sigri frá titlinum

Úrslitarimman í MLB-deildinni í hafnabolta, World Series, hefur verið lyginni líkust og Houston Astros er nú komið í kjörstöðu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.