Tugmilljóna styrkir Kiwanis til geðverndar Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 10. október 2019 07:45 Barna- og unglingageðdeild hlaut 10 milljónir í styrk frá Kiwanis. Mynd/Hákon ágústsson Kiwanishreyfingin gaf á dögunum 20 milljónir til styrktar geðheilbrigðismálum. BUGL hlaut 10 milljóna króna styrk og Píeta samtökin einnig. Verkefnið er kallað K-dagurinn og fer fram sem sala á K-lyklinum um land allt. „Þetta verkefni er unnið í sjálfboðaliðavinnu eins og allt annað starf Kiwanis,“ segir Gylfi Ingvarsson, formaður K-dagsnefndar Kiwanis. „Við erum ekki með neina launaða sölumenn þannig að allt söfnunarfé fer til styrktar verkefninu,“ bætir hann við. „Við höfum gert þetta fimmtán sinnum á síðastliðnum 45 árum og uppreiknað eru þetta trúlega um eða yfir 300 milljónir sem við höfum safnað,“ segir Gylfi. Kiwanishreyfingin hefur í gegnum tíðina veitt styrki til ýmissa málefna sem öll tengjast geðvernd á einhvern hátt. Í ár hlutu Barna- og unglingageðdeild og Píeta samtökin hvort um sig 10 milljóna króna styrk frá Kiwanis. Styrkurinn er ágóði af sölu K-lykilsins sem seldur er á þriggja ára fresti. „Við völdum þessi tvö málefni núna og við gerðum það líka árið 2016,“ segir Gylfi. „BUGL hefur langoftast fengið styrk frá okkur en markmið Kiwanishreyfingarinnar er „Hjálpum börnum heimsins“ og þar passar BUGL vel inn,“ segir Gylfi. „Árið 2016 vorum við svo að kynna okkur starfsemi í kringum geðræn vandamál og funduðum með Píeta samtökunum sem voru þá rétt að byrja hér á landi. Þegar þau kynntu fyrir okkur starfsemi sína fannst okkur hún bæði mikilvæg og áhugaverð,“ segir hann. „Við ákváðum að styrkja Píeta þrátt fyrir að samtökin væru ný af nálinni og það gæti verið áskorun. Þau sögðu okkur svo síðar að styrkurinn frá okkur hefði verið hvatning og viðurkenning til þess að halda áfram,“ segir Gylfi. „Þau voru svo ánægð að þau spurðu hvort þau mættu knúsa okkur, það voru viðbrögðin, alveg frábært,“ bætir hann við glaður í bragði. Gylfi segir allar líkur á því að farið verði aftur í verkefnið að þremur árum liðnum og vonast hann til þess að enn sem áður verði safnað til styrktar geðvernd á Íslandi. „Landsmenn hafa tekið mjög vel í verkefnið og það er ekkert mál að selja lykilinn. Það er frábært að geta styrkt samtök í geðvernd hér á landi og svo hefur þetta bæði ýtt undir opnari umræðu um geðheilbrigðismál og hvatt fleiri fyrirtæki og félagasamtök til þess að styrkja málaflokkinn,“ segir Gylfi og bætir við að Kiwanishreyfingin þakki landsmönnum stuðninginn. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Kiwanishreyfingin gaf á dögunum 20 milljónir til styrktar geðheilbrigðismálum. BUGL hlaut 10 milljóna króna styrk og Píeta samtökin einnig. Verkefnið er kallað K-dagurinn og fer fram sem sala á K-lyklinum um land allt. „Þetta verkefni er unnið í sjálfboðaliðavinnu eins og allt annað starf Kiwanis,“ segir Gylfi Ingvarsson, formaður K-dagsnefndar Kiwanis. „Við erum ekki með neina launaða sölumenn þannig að allt söfnunarfé fer til styrktar verkefninu,“ bætir hann við. „Við höfum gert þetta fimmtán sinnum á síðastliðnum 45 árum og uppreiknað eru þetta trúlega um eða yfir 300 milljónir sem við höfum safnað,“ segir Gylfi. Kiwanishreyfingin hefur í gegnum tíðina veitt styrki til ýmissa málefna sem öll tengjast geðvernd á einhvern hátt. Í ár hlutu Barna- og unglingageðdeild og Píeta samtökin hvort um sig 10 milljóna króna styrk frá Kiwanis. Styrkurinn er ágóði af sölu K-lykilsins sem seldur er á þriggja ára fresti. „Við völdum þessi tvö málefni núna og við gerðum það líka árið 2016,“ segir Gylfi. „BUGL hefur langoftast fengið styrk frá okkur en markmið Kiwanishreyfingarinnar er „Hjálpum börnum heimsins“ og þar passar BUGL vel inn,“ segir Gylfi. „Árið 2016 vorum við svo að kynna okkur starfsemi í kringum geðræn vandamál og funduðum með Píeta samtökunum sem voru þá rétt að byrja hér á landi. Þegar þau kynntu fyrir okkur starfsemi sína fannst okkur hún bæði mikilvæg og áhugaverð,“ segir hann. „Við ákváðum að styrkja Píeta þrátt fyrir að samtökin væru ný af nálinni og það gæti verið áskorun. Þau sögðu okkur svo síðar að styrkurinn frá okkur hefði verið hvatning og viðurkenning til þess að halda áfram,“ segir Gylfi. „Þau voru svo ánægð að þau spurðu hvort þau mættu knúsa okkur, það voru viðbrögðin, alveg frábært,“ bætir hann við glaður í bragði. Gylfi segir allar líkur á því að farið verði aftur í verkefnið að þremur árum liðnum og vonast hann til þess að enn sem áður verði safnað til styrktar geðvernd á Íslandi. „Landsmenn hafa tekið mjög vel í verkefnið og það er ekkert mál að selja lykilinn. Það er frábært að geta styrkt samtök í geðvernd hér á landi og svo hefur þetta bæði ýtt undir opnari umræðu um geðheilbrigðismál og hvatt fleiri fyrirtæki og félagasamtök til þess að styrkja málaflokkinn,“ segir Gylfi og bætir við að Kiwanishreyfingin þakki landsmönnum stuðninginn.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira