Erlent

Koma upp eftir­liti á landa­mærum Dan­merkur og Sví­þjóðar

Atli Ísleifsson skrifar
Eyrarsundsbrúin tengir saman Svíþjóð og Danmörku.
Eyrarsundsbrúin tengir saman Svíþjóð og Danmörku. Getty
Danir hafa ákveðið að koma upp tímabundinni landamæravörslu á landamærum Svíþjóðar og Danmerkur. DR greinir frá málinu.Danski dómsmálaráðherrann segir þetta gert til að auka öryggi borgaranna en á síðustu mánuðum hafi nokkrar sprengjur sprungið í Danmörku og eru árásirnar raktar til erja á milli gengja í Danmörku og Svíþjóð.Landamæragæslan mun hefjast um miðjan nóvember og mega allir þeir sem ferðast frá Svíþjóð inn í landið búast við að lenda í öryggiseftirliti.Sérþjálfuðum hundum sem greina sprengiefni verður fjölgað og fleiri úrræðum beitt til að leita á fólki.Svíar hafa raunar haft uppi eftirlit á landamærunum allt frá árinu 2015 en það var gert til að sporna við straumi flóttamanna.Að sama skapi hafa Danir verið með eftirlit á landamærum Þýskalands og hefur það eftirlit nú verið framlengt um sex mánuði hið minnsta.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.