Fótbolti

Mourinho segir brasilíska Ronaldo þann besta sem hann hefur séð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho veit hvað hann syngur þegar kemur að fótboltanum.
Mourinho veit hvað hann syngur þegar kemur að fótboltanum. vísir/getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri, segir að brasilíski Ronaldo sé besti knattspyrnumaður sem hann hefur séð spila fótbolta.

Mourinho var aðstoðarmaður Bobby Robson þegar Ronaldo var á mála hjá Barcelona árið 1992 en hann skoraði 47 mörk í 49 leikjum á fyrsta ári sínu hjá Barcelona.

„Þegar hann var hjá Barcelona hjá Bobby Robson þá uppgötvaði ég að hann væri besti leikmaður sem ég hefði séð stíga inn á völlinn,“ sagði Jose Mourinho við Livescore.

„Meiðsli drápu ferilinn hans sem hefði getað orðið enn ótrúlegri en gæðin sem hann var með nítján ára gamall eru ótrúleg.“„Cristiano Ronaldo og Leo Messi hafa átt lengri ferla en þeir hafa verið á toppi knattspyrnunnar í fimmtán ár.“

„En ef við tölum um hrein gæði og hæfileika þá er enginn framar en brasilíski Ronaldo,“ sagði Mourinho.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.