Sport

Caroline Wozniacki á Íslandi: „Þetta er ekki Mars“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Caroline Wozniacki.
Caroline Wozniacki. vísir/twitter

Caroline Wozniacki, ein besta tenniskona heims, er þessa daganna stödd á Íslandi en hún greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni.

Wozniacki hefur verið ein besta tenniskona heims í áraraðir en hún var meðal efst á heimslistanum árið 2010.

Nú er hún í 18. sæti heimslistans en hún vann meðal annars Opna ástralska keppnismótið á síðasta ári.

Meiðsli hafa sett strik í reikninginn upp á síðkastið en nú er hún komin í heimsókn til Íslands.

„Getur einhver giskað hvar ég er? Vísbending: Þetta er ekki mars,“ skrifaði sú danska á Twitter-síðu sína ásamt tveimur myndum frá Íslandi.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.