Sport

Þurfti að tækla liðsfélaga sinn | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hvert ert þú að fara vinur?
Hvert ert þú að fara vinur?

Stórbrotið atvik átti sér stað í framhaldsskólaleik í Kaliforníu á dögunum.

Þá komst varnarmaður inn í sendingu sóknarliðsins. Eitthvað ruglaðist hann við það því varnarmaðurinn hljóp í vitlausa átt. Í stað þess að skora stig ætlaði hann að skora sjálfsmark.Félagi hans náði þó að hlaupa hann uppi og tækla hann rétt áður en félaginn skoraði sjálfsmarkið. Þetta var í fyrsta sinn sem varnarmaðurinn kemst inn í sendingu og það virtist alveg hafa farið með hann.

Viðbrögð leikmanna sem og þjálfara við þessu atviki eru þess utan líka stórkostleg.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.