Sport

Þurfti að tækla liðsfélaga sinn | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hvert ert þú að fara vinur?
Hvert ert þú að fara vinur?
Stórbrotið atvik átti sér stað í framhaldsskólaleik í Kaliforníu á dögunum.Þá komst varnarmaður inn í sendingu sóknarliðsins. Eitthvað ruglaðist hann við það því varnarmaðurinn hljóp í vitlausa átt. Í stað þess að skora stig ætlaði hann að skora sjálfsmark.Félagi hans náði þó að hlaupa hann uppi og tækla hann rétt áður en félaginn skoraði sjálfsmarkið. Þetta var í fyrsta sinn sem varnarmaðurinn kemst inn í sendingu og það virtist alveg hafa farið með hann.Viðbrögð leikmanna sem og þjálfara við þessu atviki eru þess utan líka stórkostleg.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.