Innlent

Klipptu á keðjuna og tæmdu dósa­gám björgunar­sveitarinnar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Björgunarsveitin birti þessa mynd af gámnum á Facebook-síðu sinni í kvöld.
Björgunarsveitin birti þessa mynd af gámnum á Facebook-síðu sinni í kvöld. björgunarsveitin kjölur
Óprúttnir aðilar tóku sig til í gærkvöldi og klipptu á keðju sem lokaði söfnunargámi björgunarsveitarinnar Kjalar á Kjalarnesi.Dósum og flöskum var safnað í gáminn sem var tæmdur eftir að búið var að klippa á keðjuna en björgunarsveitin greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.  Þar segir að í sumar og haust hafi sveitin fengið „óumbeðna hjálp“ við að lækka yfirborðið í gámnum.„Hingað til hafa dósir og flöskur verið tíndar snyrtilega upp úr og pokar, sem hafa verið skildir eftir, hirtir. Kapphlaup við huldufólk, satt að segja en gengið sæmilega með tíðu eftirliti.Í gærkvöldi var svo mætt með klippur og gámurinn tæmdur. Ekki er um mikið tjón að ræða en það er alltaf jafn dapurlegt að stela þurfi dósum frá sjálfboðaliðum,“ segir í færslunni en ekki kemur fram hvort tekist hafi að hafa uppi á þjófunum í þetta sinn.Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.