Erlent

Ís­lendingur dæmdur fyrir að ógna lífi sex danskra lög­reglu­þjóna

Atli Ísleifsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa
Frá Aabenraa á Jótlandi. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Frá Aabenraa á Jótlandi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty
Íslenskur karlmaður, búsettur í Aabenraa á Jótlandi, var í dag dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa með glæfralegu aksturslagi sínu ógnað öryggi og lífi sex lögregluþjóna.Dómur var kveðinn upp í Sønderborg í Danmörku í morgun. Á vef danska ríkisútvarpsins kemur fram að þann 4. júlí síðastliðinn hafi lögregla veitt Íslendingnum eftirför þar sem hann ók glæfralega á stolnum bíl.Maðurinn, sem er 33 ára, ók utan í nokkrar lögreglubifreiðar og ógnaði með framgöngu sinni öryggi lögregluþjóna sem voru að störfum.Tveir lögregluþjónar nálguðust manninn þegar hann loks stöðvaði, en þegar maðurinn opnaði hurðina ók hann aftur af stað þannig að lögreglumenn drógust tíu til fimmtán metra með bílnum og slösuðust. Lögreglu tókst svo að lokum að handtaka manninn og farþega.Maðurinn var sömuleiðis ákærður fyrir þjófnað, háskaakstur, fíkniefnaakstur sem og önnur umferðarlagabrot.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.