Erlent

Loftmengun talin hafa valdið hundruð þúsundum dauðsfalla í Evrópu

Kjartan Kjartansson skrifar
Loftmengun yfir London árið 2015.
Loftmengun yfir London árið 2015. Vísir/Getty
Um 400.000 ótímabær dauðsföll í Evrópu árið 2016 má rekja til loftmengunar samkvæmt Umhverfisstofnun Evrópu (EEA). Loftmengun í nærri því öllum borgum álfunnar er sögð yfir heilbrigðismörkum.Í skýrslu stofnunarinnar kemur fram að styrkur hættulegs svifryks í evrópskum borgum sé að lækka, en ekki nógu hratt. Hann sé enn yfir viðmiðum bæði Evrópusambandsins og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar.Alberto González Ortiz, loftgæðasérfræðingur EEA og höfundur skýrslunnar, segir að brýnast sé að fækka bílum til að draga úr loftmengun í borgum, sérstaklega styrk niturdíoxíðs.„Þegar við tökum á mengun tökum við einnig á loftslagsbreytingum og hávaða og stuðlum að heilbrigðari hegðun. Þetta er á allan hátt til hagsbóta,“ segir Ortiz.Af 28 ríkjum Evrópusambandsins fór styrkur niturdíoxíðs yfir árlegu miðgildi sem Evrópusambandið miðar við í sextán þeirra, þar á meðal í Frakklandi, Belgíu, Hollandi, Spáni, Þýskalandi og Bretlandi.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.