Sport

Arnar Davíð efstur á Evróputúrnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnar eftir sigurinn um helgina.
Arnar eftir sigurinn um helgina. mynd/bowling digilar
Arnar Davíð Jónsson, keilari úr KFR, leiðir Evróputúrinn í keilu eftir tólf mót en aðeins eitt mót er eftir á túrnum í ár.Arnar, sem býr í Svíþjóð og spilar með Höganäs BC þar í landi, hefur spilað gríðarlega vel á túrnum í ár og farið áfram í 8 af þeim 9 mótum sem hann hefur tekið þátt í.Hann vann meðal annars mót í Þýskalandi í júlí en það var annar sigur hans á túrnum. Einnig varð hann í öðru sæti í Óðinsvéum í byrjun september og í þriðja sæti á móti í Hollandi í mars.Arnar hefur verið á faraldsfæti undanfarið en hann tók þátt í móti á heimstúrnum í september sem fram fór í Tælandi.Hann stefnir á frekari þáttöku í heimstúrnum og einnig stefnir hann á atvinnumannatúrinn sem fram fer í Bandaríkjunum.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.