Sport

Arnar Davíð efstur á Evróputúrnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnar eftir sigurinn um helgina.
Arnar eftir sigurinn um helgina. mynd/bowling digilar

Arnar Davíð Jónsson, keilari úr KFR, leiðir Evróputúrinn í keilu eftir tólf mót en aðeins eitt mót er eftir á túrnum í ár.

Arnar, sem býr í Svíþjóð og spilar með Höganäs BC þar í landi, hefur spilað gríðarlega vel á túrnum í ár og farið áfram í 8 af þeim 9 mótum sem hann hefur tekið þátt í.

Hann vann meðal annars mót í Þýskalandi í júlí en það var annar sigur hans á túrnum. Einnig varð hann í öðru sæti í Óðinsvéum í byrjun september og í þriðja sæti á móti í Hollandi í mars.

Arnar hefur verið á faraldsfæti undanfarið en hann tók þátt í móti á heimstúrnum í september sem fram fór í Tælandi.

Hann stefnir á frekari þáttöku í heimstúrnum og einnig stefnir hann á atvinnumannatúrinn sem fram fer í Bandaríkjunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.