Tónlist

Víkingur Heiðar lista­maður ársins hjá Gramop­hone

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Víkingur Heiðar Ólafsson.
Víkingur Heiðar Ólafsson. fréttablaðið/anton brink

Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson var í dag valinn listamaður ársins hjá breska tónlistartímaritinu Gramophone. Verðlaunin eru einhver virtustu tónlistarverðlaun í heimi og oft nefnd Óskarsverðlaunin í heimi sígildrar tónlistar.

Víkingur hlýtur verðlaunin einkum fyrir plötu sína sem kom út í fyrra hjá Deutsche Grammofon en á henni leikur hann verk eftir Johann Sebastian Bach.

Harriet Smith, gagnrýnandi hjá Gramophone, fór einmitt lofsamlegum orðum um þá plötu fyrr á þessu ári og hún skrifar nú um Víking Heiðar fyrir tímaritið í tilefni verðlaunanna.

Smith segir meðal annars að ferill Víkings Heiðars blómstri um þessar mundir. Þá sé hann einn af þessum tónlistarmönnum sem eru ekki aðeins frábærir í upptökuverinu heldur einnig á tónleikum.Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.