Tónlist

Víkingur Heiðar lista­maður ársins hjá Gramop­hone

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Víkingur Heiðar Ólafsson.
Víkingur Heiðar Ólafsson. fréttablaðið/anton brink

Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson var í dag valinn listamaður ársins hjá breska tónlistartímaritinu Gramophone. Verðlaunin eru einhver virtustu tónlistarverðlaun í heimi og oft nefnd Óskarsverðlaunin í heimi sígildrar tónlistar.



Víkingur hlýtur verðlaunin einkum fyrir plötu sína sem kom út í fyrra hjá Deutsche Grammofon en á henni leikur hann verk eftir Johann Sebastian Bach.



Harriet Smith, gagnrýnandi hjá Gramophone, fór einmitt lofsamlegum orðum um þá plötu fyrr á þessu ári og hún skrifar nú um Víking Heiðar fyrir tímaritið í tilefni verðlaunanna.



Smith segir meðal annars að ferill Víkings Heiðars blómstri um þessar mundir. Þá sé hann einn af þessum tónlistarmönnum sem eru ekki aðeins frábærir í upptökuverinu heldur einnig á tónleikum.

Fréttin hefur verið uppfærð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×