Innlent

Bein út­sending: Há­skólinn og heims­mark­miðin - Heilsa og vel­líðan

Atli Ísleifsson skrifar
Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor í lýðheilsuvísindum, og Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild.
Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor í lýðheilsuvísindum, og Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild. Háskóli Íslands

Háskóli Íslands stendur í dag fyrir viðburði þar sem rætt verður um mikilvægi Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, tengsl þeirra við háskólann og þar sem einblínt verður á heilsu og vellíðan sem eru eitt af þessum sautján heimsmarkmiðum.

Hægt verður að fylgjast með viðburðinum í spilaranum að neðan en hann hefst klukkan 12 og stendur til 13:30.

Fundurinn er liður í nýrri viðburðaröð HÍ um helstu áskoranir sem þjóðir heims standa frammi fyrir. Er hún unnin í samvinnu við Stjórnarráð Íslands.

„Á fyrsta fundinum mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fjalla um mikilvægi heimsmarkmiðanna fyrir íslenskt og alþjóðlegt samfélag. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, mun fjalla um hvernig Háskóli Íslands hyggst nýta heimsmarkmiðin í starfi sínu og stefnumótun.

Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor í lýðheilsuvísindum, og Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild, munu beina sjónum að heilsu og vellíðan sem eru eitt af sautján heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.“

Á Facebook-síðu viðburðarins segir að eitt heimsmarkmið verði tekið fyrir í hverri viðburðalotu þar sem framúrskarandi fræðimönnum frá öllum fræðasviðum Háskóla Íslands verði teflt fram til að kryfja og ræða þau brýnu verkefni sem tengjast hverju markmiði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.