Gagnrýnir stjórnlausa útgjaldaaukningu Sighvatur Arnmundsson skrifar 19. október 2019 08:00 segir Þorsteinn Víglundsson, fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd. „Ríkisstjórnin segist vera að forgangsraða í mennta- og velferðarmálum. Auðvitað er mesta aukningin í milljörðum talið í þessum málaflokkum, enda eru þetta langstærstu útgjaldaliðirnir. En þegar við horfum á hlutfallslega aukningu eru þessir liðir langt undir meðaltali,“ segir Þorsteinn Víglundsson, fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd. Þorsteinn segir það sláandi hversu mikil hlutfallsleg útgjaldaaukning sé til opinbera kerfisins og opinbers reksturs. Hann birtir í dag aðsenda grein á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is, þar sem hann gagnrýnir hið vaxandi ríkisbákn. „Þetta er bara stjórnlaus útgjaldaaukning. Áhyggjuefnið er tvíþætt. Afkoma ríkissjóðs mun versna verulega nú þegar tekið er að hægja mjög á í hagkerfinu. Þá er bara spurning hvort við séum búin að ganga of langt í útgjaldaaukningunni. Mun ríkissjóður standa undir þessu með góðu móti á næstu árum án þess að hallinn verði verulegur?“ Með þessari útgjaldaaukningu sé búið að festa í sessi skattahækkanirnar sem urðu í tíð vinstristjórnarinnar. „Þær voru rökstuddar með því að skattstofnar hefðu dregist mikið saman. Nú er skattheimta 120 milljörðum meiri á ári hverju en hún hefði verið ef skattprósentur væru þær sömu og fyrir hrun.“ Atvinnulíf og heimili hefðu gott af innspýtingu sem fælist í skattalækkunum. Vegna útgjaldaaukningar sé hins vegar ekkert svigrúm til slíks. „Hér voru tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, sem gagnrýndu mjög harkalega þessar skattahækkanir á sínum tíma. Þeir eru búnir að vera nær óslitið við völd síðan og hafa ekki gert annað heldur en í raun og veru hækkað skatta frekar.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
„Ríkisstjórnin segist vera að forgangsraða í mennta- og velferðarmálum. Auðvitað er mesta aukningin í milljörðum talið í þessum málaflokkum, enda eru þetta langstærstu útgjaldaliðirnir. En þegar við horfum á hlutfallslega aukningu eru þessir liðir langt undir meðaltali,“ segir Þorsteinn Víglundsson, fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd. Þorsteinn segir það sláandi hversu mikil hlutfallsleg útgjaldaaukning sé til opinbera kerfisins og opinbers reksturs. Hann birtir í dag aðsenda grein á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is, þar sem hann gagnrýnir hið vaxandi ríkisbákn. „Þetta er bara stjórnlaus útgjaldaaukning. Áhyggjuefnið er tvíþætt. Afkoma ríkissjóðs mun versna verulega nú þegar tekið er að hægja mjög á í hagkerfinu. Þá er bara spurning hvort við séum búin að ganga of langt í útgjaldaaukningunni. Mun ríkissjóður standa undir þessu með góðu móti á næstu árum án þess að hallinn verði verulegur?“ Með þessari útgjaldaaukningu sé búið að festa í sessi skattahækkanirnar sem urðu í tíð vinstristjórnarinnar. „Þær voru rökstuddar með því að skattstofnar hefðu dregist mikið saman. Nú er skattheimta 120 milljörðum meiri á ári hverju en hún hefði verið ef skattprósentur væru þær sömu og fyrir hrun.“ Atvinnulíf og heimili hefðu gott af innspýtingu sem fælist í skattalækkunum. Vegna útgjaldaaukningar sé hins vegar ekkert svigrúm til slíks. „Hér voru tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, sem gagnrýndu mjög harkalega þessar skattahækkanir á sínum tíma. Þeir eru búnir að vera nær óslitið við völd síðan og hafa ekki gert annað heldur en í raun og veru hækkað skatta frekar.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels