Enski boltinn

Albert fær ekki að mæta Pogba á nýjan leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Paul Pogba.
Paul Pogba. vísir/getty
Paul Pogba var ekki á meðal þeirra 21 leikmanna Manchester United sem ferðuðust til Hollands í dag fyrir leikinn gegn AZ Alkmaar í Evrópudeildinni annað kvöld.

Pogba spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli Man. Utd gegn Arsenal á mánudagskvöldið en samkvæmt læknisráði verður Pogba áfram í Manchester.

Hann verður að hvíla næstu daga en hann hefur verið að glíma við meiðsli allt síðan í ágústmánuði er hann meiddist í leik gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni.





Anthony Martial, Phil Jones, Aaron Wan-Bissaka og Luke Shaw eru allir á meiðslalistanum með Pogba og ferðuðust þar af leiðandi ekki til Hollands.

Ekki hafa borist fregnir af meiðslum Alberts Guðmundssonar en hann fór meiddur af velli eftir 28 mínútna leik gegn Heracles um helgina. Óvíst er hvort að hann verði klár annað kvöld.

Albert og Pogba munu því ekki mætast annað kvöld en þeir mættust í landsleik Íslands og Frakklands í mars á þessu ári í undankeppni EM 2020.

United vann 1-0 sigur á Astana í 1. umferðinni en AZ Alkmaar gerði jafntefli við Partizan Belgrad.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×