Tískufyrirmyndin Gandhi Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 3. október 2019 11:15 Eftir mikla sjálfsskoðun ákvað Gandhi að klæðast einföldum fátæklegum fötum sem hæfðu málstað hans. MYNDIR/NORDICPHOTOS/GETTY Þegar Gandhi var ungur maður klæddist hann vestrænum fötum. Í gær voru liðin 150 ár frá fæðingu stjórnmála- og trúarleiðtogans Mahatma Gandhi. Hann er kannski þekktur fyrir eitthvað annað en að vera tískufyrirmynd en samband hans við föt var mjög djúpstætt og táknrænt. Flestir sjá Gandhi eflaust fyrir sér fátæklega klæddan, einungis vafinn hvítu lérefti, en þegar Gandhi var ungur maður var hann mikill spjátrungur, sem klæddist virðulegum fötum í anda breskra hefðarmanna. Þegar hann flutti til London til Seinna þegar Gandhi flutti til Suður-Afríku til að læra lögfræði mætti honum viðmót sem hann átti ekki von á. Í Suður-Afríku voru Indverjar annaðhvort klæddir eins og hann, í evrópskum fötum, eða þeir voru fátækir verkamenn í slitnum lörfum. Gandhi komst að því að það skipti engu máli hvorum hópnum hann tilheyrði. Það var litið niður á Indverja og þeir uppnefndir. Á meðan Gandhi bjó í Suður-Afríku hóf hann mikla sjálfsskoðun. Það var á tíma sjálfshreinsunar sem Gandhi ákvað að vísa vestrænum klæðnaði á bug og klæðast einföldum klæðum sem hæfðu málstað hans og sannfæringu. Hann byrjaði að klæðast hvítum vafningi yfir herðarnar og hvítri lendaskýlu sem er sá klæðnaður sem flestir sjá fyrir sér hugsi þeir um Gandhi.Gegn fjöldaframleiðslu Þegar Gandhi snéri aftur til Indlands hrinti hann af stað herferð gegn ódýrum fötum framleiddum á Englandi. Þessi herferð var kölluð Khadi-hreyfingin. Á Indlandi var hefð fyrir því að í hverju þorpi væru klæðskerar, vefarar og fólk sem litaði efni framleidd á staðnum úr indverskri bómull. En eftir að Englendingar fóru að kaupa bómullina ódýrt frá Indlandi og fjöldaframleiða ódýran fatnað sem þeir seldu svo aftur á Indlandi misstu margir Indverjar lífsviðurværi sitt. Þetta vildi Gandhi stöðva. Hann hvatti fólk til að kaupa ekki fjöldaframleiddan fatnað heldur vefa sín eigin klæði. Þúsundir þorpa fóru eftir tilmælum Gandhi og fóru að framleiða föt í mótmælaskyni. Fólk safnaðist líka saman úti á götu og brenndi innflutt föt og mótmælti fyrir utan verslanir sem seldu innflutt klæði. Þetta varð til þess að verksmiðjurnar á Englandi lögðust af smátt og smátt.Föt lögð til þerris við bakka Barakar-árinnar á Indlandi.Með Khadi-hreyfingunni vildi Gandhi hvetja til sjálfbærni. Hann sá fyrir sér að vörur yrðu framleiddar af fjöldanum heima fyrir en ekki fjöldaframleiddar. Þannig hefði fólk vinnu og hvert þorp hefði eigin fataframleiðslu sem framleiddi nóg til eigin nota. Þessar hugmyndir Gandhi eiga vel við enn þann dag í dag þar sem það er aukin áhersla í tískuheiminum í dag á vandaða framleiðslu frekar en fjöldaframleiðslu. Það er orðin aukin umræða um umhverfisáhrif tískuiðnaðarins og hversu gríðarlegt magn af fötum endar í ruslinu. Aðferð Gandhi, að framleiða efnin heima við og framleiða akkúrat nóg fyrir markaðinn heima, dregur úr fatasóun, vinnuþrælkun og losun gróðurhúsalofttegunda. Þær hugmyndir sem Gandhi kom fram með fyrir hátt í 100 árum eiga því eins vel við í dag og þá. Birtist í Fréttablaðinu Indland Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
Þegar Gandhi var ungur maður klæddist hann vestrænum fötum. Í gær voru liðin 150 ár frá fæðingu stjórnmála- og trúarleiðtogans Mahatma Gandhi. Hann er kannski þekktur fyrir eitthvað annað en að vera tískufyrirmynd en samband hans við föt var mjög djúpstætt og táknrænt. Flestir sjá Gandhi eflaust fyrir sér fátæklega klæddan, einungis vafinn hvítu lérefti, en þegar Gandhi var ungur maður var hann mikill spjátrungur, sem klæddist virðulegum fötum í anda breskra hefðarmanna. Þegar hann flutti til London til Seinna þegar Gandhi flutti til Suður-Afríku til að læra lögfræði mætti honum viðmót sem hann átti ekki von á. Í Suður-Afríku voru Indverjar annaðhvort klæddir eins og hann, í evrópskum fötum, eða þeir voru fátækir verkamenn í slitnum lörfum. Gandhi komst að því að það skipti engu máli hvorum hópnum hann tilheyrði. Það var litið niður á Indverja og þeir uppnefndir. Á meðan Gandhi bjó í Suður-Afríku hóf hann mikla sjálfsskoðun. Það var á tíma sjálfshreinsunar sem Gandhi ákvað að vísa vestrænum klæðnaði á bug og klæðast einföldum klæðum sem hæfðu málstað hans og sannfæringu. Hann byrjaði að klæðast hvítum vafningi yfir herðarnar og hvítri lendaskýlu sem er sá klæðnaður sem flestir sjá fyrir sér hugsi þeir um Gandhi.Gegn fjöldaframleiðslu Þegar Gandhi snéri aftur til Indlands hrinti hann af stað herferð gegn ódýrum fötum framleiddum á Englandi. Þessi herferð var kölluð Khadi-hreyfingin. Á Indlandi var hefð fyrir því að í hverju þorpi væru klæðskerar, vefarar og fólk sem litaði efni framleidd á staðnum úr indverskri bómull. En eftir að Englendingar fóru að kaupa bómullina ódýrt frá Indlandi og fjöldaframleiða ódýran fatnað sem þeir seldu svo aftur á Indlandi misstu margir Indverjar lífsviðurværi sitt. Þetta vildi Gandhi stöðva. Hann hvatti fólk til að kaupa ekki fjöldaframleiddan fatnað heldur vefa sín eigin klæði. Þúsundir þorpa fóru eftir tilmælum Gandhi og fóru að framleiða föt í mótmælaskyni. Fólk safnaðist líka saman úti á götu og brenndi innflutt föt og mótmælti fyrir utan verslanir sem seldu innflutt klæði. Þetta varð til þess að verksmiðjurnar á Englandi lögðust af smátt og smátt.Föt lögð til þerris við bakka Barakar-árinnar á Indlandi.Með Khadi-hreyfingunni vildi Gandhi hvetja til sjálfbærni. Hann sá fyrir sér að vörur yrðu framleiddar af fjöldanum heima fyrir en ekki fjöldaframleiddar. Þannig hefði fólk vinnu og hvert þorp hefði eigin fataframleiðslu sem framleiddi nóg til eigin nota. Þessar hugmyndir Gandhi eiga vel við enn þann dag í dag þar sem það er aukin áhersla í tískuheiminum í dag á vandaða framleiðslu frekar en fjöldaframleiðslu. Það er orðin aukin umræða um umhverfisáhrif tískuiðnaðarins og hversu gríðarlegt magn af fötum endar í ruslinu. Aðferð Gandhi, að framleiða efnin heima við og framleiða akkúrat nóg fyrir markaðinn heima, dregur úr fatasóun, vinnuþrælkun og losun gróðurhúsalofttegunda. Þær hugmyndir sem Gandhi kom fram með fyrir hátt í 100 árum eiga því eins vel við í dag og þá.
Birtist í Fréttablaðinu Indland Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira