Innlent

Norðan­menn geta búist við þrettán stiga frosti

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Akureyri. Veðurfræðingur á vakt segir að það verði mjög kalt aðfaranótt sunnudagsins.
Frá Akureyri. Veðurfræðingur á vakt segir að það verði mjög kalt aðfaranótt sunnudagsins. vísir/vilhelm

Svo virðist sem að vetur er í nánd norðan heiða, en Veðurstofan spáir þrettán stiga frosti á Akureyri og við Mývatn fyrir hádegi á sunnudaginn næsta.

Veðurfræðingur á vakt segir að það verði mjög kalt aðfaranótt sunnudagsins. Það muni lygna og létta til sem verður til þess að frostið fer niður.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að norðaust- eða austlægar áttir verði ríkjandi á landinu fram yfir helgi með kólnandi veðri og rigningu á láglendi. Spáð er snjókomu til fjalla á austurhluta landsins en annars bjartviðri.

Veðurstofan

Það gengur í norðaustan 10 til 18 metrum á sekúndu á morgun, en að mestu hægari sunnan og suðaustantil. Víða rigning og snjókoma til fjalla, jafnvel talsverð úrkoma á köflum um landið norðaustanvert. Bjart með köflum suðvestantil, með hita á bilinu tvö til tíu stig, hlýjast syðst.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Norðaustan 8-13 m/s með dálítilli rigningu eða slyddu N- og A-til og snjókomu til fjalla, annars bjart með köflum. Hægari um kvöldið. Hiti 1 til 7 stig. 

Á laugardag og sunnudag: Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s, skýjað með köflum og lítilsháttar væta í flestum landshlutum. Vægt frost NA-lands, en upp í 6 stig S- og V-til. 

Á mánudag: Stíf austlæg átt og lítilsháttar rigning, jafnvel slydda austast, en bjart með köflum NV- og V-til. Hiti breytist lítið. 

Á þriðjudag: Austlæg átt og rigning um landið S-vert, en þurrt fyrir norðan. Hlýnar í veðri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.