Íslenski boltinn

Brynjar: Glíma inn á teig sem ég veit ekki hvort var mögulegt að dæma á

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Brynjar Björn Gunnarsson
Brynjar Björn Gunnarsson vísir/bára
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var ekki sáttur með stigið í leikslok, enda aðeins örfáar mínútur sem hans menn hefðu þurft að halda út til þess að fara með öll þrjú stigin.„Við vorum nær því að skora annað markið heldur en ÍA nokkurn tímann að jafna leikinn,“ sagði Brynjar.HK komst yfir snemma í seinni hálfleik með marki frá Arnþóri Ara Atlasyni en ÍA jafnaði á síðustu mínútum venjulegs leiktíma þegar Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði úr vítaspyrnu.„En þegar líður á leikinn þá pressa þeir stíft og fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Úr verður einhver glíma inn í teig sem ég veit ekki hvort að var mögulegt að dæma á í aðra hvora áttina.“„Stundum verður maður bara að leyfa glímunum að eiga sitt skeið og láta leikinn halda áfram.“Brynjar var þó nokkuð sáttur með frammistöðu sinna manna.„Þetta spilaðist svipað og við töluðum um. Við héldum ágætlega í boltann, spiluðum ágætar sóknir, sköpuðum ágætis tækifæri og möguleika, eitt og eitt færi inn á milli sem við hefðum getað nýtt betur.“„Eftir að við skoruðum þá fannst mér við líklegri næsta korterið að skora, mér fannst ÍA aldrei ógna almennilega okkar marki. Þeir voru eins og þeir eru, með langar spyrnur inn í teiginn, og þá getur allt gerst,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.