Gunnar og Burns báðir í löglegri þyngd

Í kvöld stíga þeir svo aftur á vigtina fyrir áhorfendur í keppnishöllinni.
Gunnar átti ekki eftir að missa mikið er hann vaknaði í morgun og fór í gufu frekar en í bað. Hann var ekki í neinum vandræðum með að ná vigt. Var akkúrat 170 pund eða 77 kg.
Burns var síðastur á vigtina en hann kom rúmum klukkutíma eftir að vigtunin byrjaði. Var 171 pund og rétt slapp þar af leiðandi.
Bardagi þeirra félaga er því staðfestur og ekkert annað að gera núna en að telja niður í stóru stundina.
Það var bein textalýsing frá vigtuninni og hana má lesa hér að neðan.