Lífið samstarf

Alvöru ketó botnar frá Pizzunni slá í gegn

Pizzan kynnir
"Þetta er ekki bara fyrir ketó fólk heldur fyrir alla sem vilja minnka kolvetnainntökuna."
"Þetta er ekki bara fyrir ketó fólk heldur fyrir alla sem vilja minnka kolvetnainntökuna."
Nýverið kynnti Pizzan frábæra nýjung fyrir alla þá sem aðhyllast ketó mataræðið, alvöru ketó botna.„Við fórum að leita eftir kolvetnalausum pizzabotnum eftir ábendingar frá fólki í kringum okkur,“ segir Hákon Atli Bjarkason, Rekstrarstjóri Pizzunnar. Botnarnir hafa verið í þróun í nokkurn tíma. Ýmsar lágkolvetna útfærslur voru prófaðar, blómkálsbotnar og fleira áður en komið var niður á bestu uppskriftina. Botnarnir eru framleiddir á einum af fimm stöðum Pizzunnar og njóta vinsælda hjá fleirum en harðkjarna ketó fólki.

„Þetta er ekki bara fyrir ketó fólk heldur fyrir alla sem vilja minnka kolvetnainntökuna eða vilja bara ótrúlega góða pizzu,“ segir Hákon en einungis eru um 3.2 til 4 grömm af kolvetni í heillri pizzu, engin rotvarnarefni og ekkert glútein. Vörur með glúteini eru reyndar framleiddar á sama stað.  

„Við erum einnig með sérstaka pizzasósu fyrir ketó Pizzurnar sem er sérstaklega lág í kolvetnum í samanburði við aðrar pizzasósur en þrátt fyrir það er hún mjög bragðgóð og minnir helst á klassísku ítölsku pizzasósurnar."

„Við erum mjög stolt af vörunni og auðvitað gríðarlega ánægð með viðtökurnar hjá viðskiptavinum sem hafa verið frábærar. Biðröðin náði fimmtán metra út á götu úr einni versluninni okkar og botnarnir seldust upp fyrstu dagana,“ segir Hákon.

Þessi kynning er unnin í samstarfi við Pizzuna.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.