Fótbolti

Pogba fáanlegur en kostar skildinginn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United.
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United. vísir/getty
Real Madrid vill fá Paul Pogba og þeir ætla að reyna aftur að fá hann í janúar glugganum en þeim tókst ekki að klófesta Manchester Unted miðjumanninn í sumar.Pogba er afar ofarlega á óskalista Zinedine Zidane, stjóra Real Madrid, og mun Zidane reyna allt hvað hann getur til þess að klófesta landa sinn í janúar.Franski heimsmeistarinn sagði í sumar að brottför til Real Madrid væri draumur en tilboð spænska liðsins í Pogba var hafnað í sumar.Talið er að Ed Woodward, stjórnarformaður Man. Utd, muni ekki samþykkja tilboð sem hljópar upp á minni fjárhæð en 179 milljónir punda. Spænska blaðið Sport greinir frá.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.