Innlent

Slag­veðurs­rigning í kortunum

Atli Ísleifsson skrifar
Spáð er hægari vindi á laugardagsmorgninum með rigningu um land og sums staðar talsverð rigning.
Spáð er hægari vindi á laugardagsmorgninum með rigningu um land og sums staðar talsverð rigning. vísir/vilhelm

Veðurstofan spáir hægri breytileg átt á landinu framan af degi með dálítilli vætu norðanlands en annars úrkomulítið.

Á vef Veðurstofunnar segir að um hádegi verði komin suðvestanátt með skúrum suðvestantil á landinu.

„Í fyrramálið er spáð áfram útsynningi, 8-15 m/s með skúrum um sunnan- og vestanvert landið en bjartviðri á Austur- og Norðausturlandi. Hægari sunnanátt annað kvöld áður en gengur í austan 13-18 með slagveðursrigningu um nóttina.

Hægari vindur á laugardagsmorgninum með rigningu um land og sums staðar talsverð rigning. Norðan og norðaustan 10-15 seinni partinn á laugardag. Aðgerðarlítið veður á sunnudag og skúrir á víð og dreif. Hiti yfirleitt 5 til 10 að deginum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur næstu daga:

Á föstudag: Suðvestan 5-13 m/s, hvassast S-til. Dregur úr vindi síðdegis. Skúrir, en bjart með köflum A-lands. Hiti 6 til 12 stig hlýjast á A-landi.

Á laugardag: Suðaustan 13-20 m/s en mun hægari með morgninum. Norðan 8-15 síðdegis. Rigning, sums staðar talsverð. Hiti 3 til 11 stig, hlýjast með suðurströndinni.

Á sunnudag og mánudag: Útlit fyrir vestlæga átt, 5-10 m/s með rigningu eða skúrum, einkum vestantil. Hiti 1 til 8 stig.

Á þriðjudag: Hægviðri, skýjað með köflum og hiti 3 til 10 stig yfir daginn. Á miðvikudag: Óvissar spár en líkur á austanátt og rigningu sunnanlands. Hiti 3 til 10 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.