Sport

Már með fjögur Íslandsmet í London

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Már Gunnarsson eftir að hafa unnið brons nú á dögunum.
Már Gunnarsson eftir að hafa unnið brons nú á dögunum. Mynd/Íþróttasamband fatlaðra

Fyrr á mótinu hafði Már sett þrjú Íslandsmet og það fjórða féll í dag þegar hann synti 50 metra flugsund á 34,42 sekúndum í 200 metra fjórsundi.

Greinarnar fjórar synti Már á 2:41,94 mínútum og hafnaði hann því í 10. sæti en það dugði ekki til að komast í úrslit.

Már er aðeins tvítugur að aldri og keppir í flokki S11 eða alblindra.


Tengdar fréttir

Már vann brons á HM

Már Gunnarsson vann til bronsverðlauna í 100 metra baksundi á HM fatlaðra í sundi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.