Sport

Maður leiksins fékk AK-47 riffil í verðlaun

Anton Ingi Leifsson skrifar
Riffillinn öflugi.
Riffillinn öflugi. vísir/getty
Savely Kononov, markvörður íshokkíliðsins Izhstal, sem leikur í B-deildinni í Rússlandi fékk heldur betur athyglisverð verðlaun á dögunum.

Kononov var valinn maður leiksins í leik liðsins en í samnefndum bæ eru hinar frægu AK-47 rifflar gerðir. Hann fékk þar af leiðandi einn fyrir frammistöðu sína.

„Strákar, í dag tökum við upp nýja hefð,“ sagði stjórinn, Ramil Saifullin, er hann tók upp byssuna og útskýrði að maður leiksins hverju sinni fengi að hafa byssuna heima hjá sér.





„Til hamingju með sigurinn strákar en ef við spilum illa þá verðum við skotnir með þessu,“ grínaðist Kononov.

Það er óhætt að segja að þetta séu ein athyglisverðustu verðlaunin í bransanum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×